Mánudagur 12.10.2009 - 20:59 - 2 ummæli

Ofbeldi Haga og fjölmiðlun.

Kastljós fjallaði í kvöld um markaðsofbeldi Haga gagnvart öðrum á Íslandi eins og um glænýja stórfrétt væri að ræða. Og meira að segja Egill Helgason var með mætan mann í settinu um helgina sem fór yfir þessu sögu sem hefur varað í mörg ár en sumir ekki mátt heyrast minnst á, fyrr en nú.

Hvernig ætli standi nú á þessu? það er ekkert nýtt í þessu og þetta hefur blasað við lengi. það er heldur ekkert nýtt í því að þeir sem eiga þetta fyrirtæki hafa vaðið yfir allt og alla sem hafa haft eitthvað um þeirri einveldi að segja í fjölmiðlum sínum árum saman.

Fjölmiðlamenn eru duglegir að draga stjórnmálamenn og gerendur á fjármálamarkaði til ábyrgðar eftir hrunið mikla það vantar ekki en hver er ábygrgð fjölmiðla? Vissulega hafa sumir fjölmiðlar ekki getað fjallað um eigendur sína eins og þeir hefðu bæði þurft og átt að gera en það á ekki við um alla fjölmiðla. Ábyrgð fjölmiðla er mikil það held ég að enginn efi og þeir sem ekki spyrja sig alvarlegra spurninga um örlög fjölmiðlafrumvarpsins í ljósi sögunnar eru úti á þekju eða þá Samfylkingarmenn.

Vonandi er umfjöllun um ofbeldi þeirra sem eiga og reka Haga til marks um að hreðjatök þessa fólks fara dvínandi. Eitt virðist alveg ljóst og það er að fjölmiðlamenn með bein í nefi virðast ekki vaxa í hópum hér.

Núna þegar almenningsálitið hefur snúist gegn þessum aðilum þá fara sumir fjölmiðlar af stað en ekki fyrr. Það er umhugsunarefni mikið en gefur okkur hugmynd um hvað fær menn eins og Baugsfólkið til að tapa stórfé árum saman á rekstri fjölmiðla. Fyrir mér er þetta allt samhangandi og sú blessun sem eigendur Haga fengu þegar þeir völdu sér pólitíska vini tryggði þeim líka áframhaldandi yfirburðavöld á matarmarkaði og þar voru og eru meðölin ekki skárri en á fjármála.

En betra er þó seint en aldrei sagði einhver og ekki er vafi í mínum huga að þegar við loksins verðum laus undan eignarhaldi þessa fólks á nánast öllu hér nema skuldum sínum þá mun margt áhugavert koma upp úr dúrnum og fleiri en Sigmundur Ernir munu þá opna munninn lausir undan okinu.

Þessi saga er rétt að byrja…

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    Góður pistill, en nú vitum við til hvers stefna Sjálfstæðisflokksins leiðir. Framsókn og Samfó fylgdu þeirri stefnu og því fór sem fór.FLokksmenn D eiga að láta sig hverfa.Þeir eru hataðir.

  • Anonymous

    Fínn pistill- en kemur greinilega illa við suma :DEn sumir (12. október 2009 23:13) verða bara að sætta sig við staðreyndir. Flokksmenn D eru ekkert að láta sig hverfa. Síður en svo. Af hverju ættu þeir að gera það? Ekki er þetta gæfulegra í dag; feluleikir, lygi, mistök og fálmkennd klúður á klúður ofan. Kv.Sigrún

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur