Laugardagur 31.10.2009 - 13:56 - 1 ummæli

Slátrun villifjár og fréttamat.

Hún var frábær fréttin í hádegisfréttum ríkisútvarps áðan. Nefnilega fréttin um að ríkisstjórnin hafi tekið fyrir stórmálið um slátrun villifjár sem smalað var af fjalli og fargað af opinberum aðilum. Þarna er um að ræða hvorki fleiri né færri rollur en 15 að talið er og því ekki furða að ríkisstjórnin hafi þurft að taka málið föstum tökum.

Hvorki fleiri né færri en þrjú ráðuneyti eru með málið á sinni könnu ef eitthvað er að marka fréttina. Mér er stórlega létt enda hefur þetta legið á mér og þjóðinni eins og mara og þægilegt að vita að ráðherrar skuli ekki sofa á verðinum.

Þessi stórfrétt var sett ofar en aðrar smærri eins og til dæmis stórfellt svind á atvinnuleysisbótum og þess háttar. Ef maður hefði nú bara þessar áhyggjur…

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Rollugreyin voru búnar að flækjast þarna í Tálkna,rammviltar í 50 ár! Embættismenn brugðust því við og björguðu þeim. Þær hafa sjálfsagt upplifað það sem bjarnargreiða því sömu menn leiddu þær til slátrunar á SAUÐ-árkróki. Einhverjar fimm rollur voru þó ekki svo sauðheimskar að þær sæu ekki í gegnum þetta Júdasarplott og af tvennu illu hlupu þær fyrir björg. Talið er að enn séu 5-6 villtir sauðir á beit í fjallinu og brjóta þar með búfjárlögin 24 hours…sem er náttúrulega hið alvarlegasta mál. Umhverfisráðherra hóf máls á ríkistjórnarfundi um afdrif þessara villuráfandi sauða og ákveðið var að þrjú ráðuneyti skoðuðu nánar afdrif þeirra. Umhverfisráðuneytinu er ætlað að skoða málið út frá dýraverndunarsjónarmiðum (en það skilja nú allir) Auk þess beinir landbúnðarráðuneytið sjónum sínum að búféinu sem slíku…(meaning??)og dómsmálaráðuneytið á að sjálfsögu að athuga hvort embættismenn gerðust brotlegir við lög þegar þeir RÉÐUST TIL ATLÖGU gegn saknæmum sauðunum sem höfðu að sjálfsögðu ekki hugmynd um að þeir væru að brjóta lög. (Væri ekki ráð að einhver kærði embættismennina fyrir að svíkja grey rollurnar eftir björgun þeirra?) HALLÓ!! Það sér hver maður að AUÐVITAÐ á þetta erindi inn á ríkistjórnarfund og sem ein af aðalfréttunum í fréttatíma útvarps!!HAHAHAHAHAHA….Þetta er bráðfyndið!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur