Miðvikudagur 04.11.2009 - 08:42 - 3 ummæli

Jóhannes skrifar grein

Norðlendingur ársins Jóhannes í bónus stígur fram og ritar grein í moggann úr yfirveðsettum fílabeinsturni sínum í dag. Sagan breytist aldrei þegar þessi maður opnar sig. það eru allir að leggja hann og hans fjölskyldu í einelti.

Hann talar fyrir munn starfsfólks og hefur áhyggjur af áreiti og starfsöryggi þess ef hann og hans fjölskylda fær ekki að halda áfram að lúberja á matarmarkaðnum á Íslandi. Langtímahagsmunir starfsfólksins hans og neytenda snúast reyndar um að núna takist að brjóta þetta fyrirtæki upp og stöðva einokun og ofbeldi á markaði. Jóhannes hefur önnur markmið i huga þegar hann talar niður til okkar úr turninum. Þau eru að viðhalda óbreyttri valdastöðu og losna við skuldir í leiðinni.

Jóhannes og hans fjölskylda hafa og eru að kosta okkur óhemjufé á hverjum einasta degi í formi skulda sem hann og hans fólk mun ekki ætla sér að greiða. Allt bull um Davíð í því samhengi er í besta falli broslegt og gerir ekkert fyrir afleitan málssstað hins skuldafría milljarðamærings.

Hvernig skyldi standa á því að Jóhannes og sonur hans geta allt í einu nú fundið óhemju mikið fé til að kaupa niðurgreitt stórfyrirtækið? Ekki eru margar vikur liðnar síðan að þetta sama fólk fékk stórfé lánað hjá skattgreiðendum til að kaupa þetta sama fyrirtæki af sjálfum sér til að setja á aðra kennitölu sem eru í eigu þessa sjálfs. Þetta er farsi….

Hér er verið að taka enn einn snúninginn á okkur skattgreiðendum og því miður virðist margt benda til þess að Baugsmafíunni muni takast ætlunarverk sitt vegna þess að bankastarfsemi lítur ekki siðferðilegum lögmálum og í raun sorglegt til þess að hugsa að kannski sé ekki um annað að ræða.

Milljarðamæringurinn er ekki að lesa stöðuna rétt núna. Hann heldur að með fagurgala til starfsfólks og skítkast til Davíðs takist honum enn einu sinni að fá meðaumkun þjóðarinnar. Vígstaðan hefur breyst og óvinurinn er ekki lengur einn maður sem þó vann sér ekki annað til óvinsælda hjá fjölskyldunni en að benda á glæpina. Hvað annað gæti hafa komið honum í ónáð….?

Þjóðin er að snúa við þessari fjölskyldu baki sem betur fer og tekur nú til við að vinda ofan af skuldum og fjárfestinga og eignarhaldsfélögum í eigu fjölskyldunnar sem notuð hafa verið til að koma peningum undan.

það eru kannski þeir peningar sem Jón Ásgeir notar í dag til að kaupa sér diet coke og sín eigin fyrirtæki til baka mínus skuldir. Vonandi heldur milljarðamæringurinn skuldlausi áfram að skrifa greinar því fátt spillir eins fyrir afleitum málsstað fjölskyldunnar og þau greinaskrif.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Anonymous

    Guðmundur 2. GunnarssonRétt, þetta meðaumkunarspangól Baugsdóna er með slíkum eindæmum að hálfa væri nóg. Og alltaf er það Dabba dóna að kenna að þeir feðgar hafa gert í brókina. Að vísu núna með smá snúningi því að Baugsmiðill var látinn „skúbba“ leynisamningaviðræðunum, sem bloggheimur logar vegna 50 miljarðana sem þessir handónýtu rekstaramenn áttu að fá í forgjöf til að getað haldið áfram að brjóta samkeppnislög og svindla á neytendum eins og þeir hafa verið dæmdir fyrir og stórmál í rannsókn samkeppnisyfirvalda frá því í nóvember í fyrra þegar RÚV og MBL. ljóstruðu upp um svíðingsverks og samráð þessara aðila. Og þá var það MBL. Styrmi og náttúrulega Dabba dóna að kenna. Og núna er Dabba að kenna að Baugsmiðill „skúbbar“ um svínarí Baugsfeðga og Nýja Kaupþingsbanka. MBL. má ekki fjalla um málið núna, að mati Jóa, enda enn ein sannanleg Dabbaaðförin að hans mati . En getur verið að Jói sjálfur hafi „lekið“ í Baugsmiðilinn af því að þeir væru ekki að ná afarkostum sínum fram, og þá reynt að beygja bankann vegna þess að hann gengur erinda Dabba vonda, vitandi að hann og aðrir miðlar fyrir utan Baugsmiðlana myndu eðlilega taka málið upp, en í leiðinni misreiknað sig með að getað stýrt almenningsálitinu þeim í hag, sem að vísu hefur gengið ótrúlega vel, þó örugglega langt frá því sem þeir reiknuðu með. Sjá biðbrögð Steingríms J. núna sem sami fjármálaráðherra og þegar hugmyndir um að losa Björgólfsfeðgar fengju eftirgjöf helmings skuldar hjá sama banka. 3 miljarða af 6. Baugsfeðgar vilja 50 miljarða gefins, og Steingrímur hefur ekkert um málið að segja að þessu sinni. Er ekki rétt að bjóða Baugsmönnum að fara með alla peningana sem þeir eiga og vinir þeirra vilja kasta í þá, og byrja uppá nýtt með nýjar verslanir undir nýju nafni og fá sjálfir að kynnast því að keppa við stórfyrirtæki eins og aðrir hafa þurft að gera þegar þeir er/voru með markaðsyfirburði? Vonandi fyrir þé, að þeir sem þeir þurfa að berjast við eru heiðarlegir en þeir hafað verið í viðskiptum.Athygglisvert að Jói fái inni með níðgrein hjá Dabba vonda, miðað við öll stóru orð hans og Baugsmiðlana um ritstýringuna sem átti að koma til með komu hans ritsjórastólinn. Hefur eitthvað álíka birst í Baugsmiðli sem fjallaði um þá Baugsfeðga? Farið hefur fé betra þegar Baugsfeðgarnir eru annarsvegar. Td. fjallafé fyrir vestan.

  • Anonymous

    Í baugsmiðlum og hjá forsvarsmönnum og konum samfylkingar er talið mikilvægt að Jon Ásgeir komi áfram að rekstri Haga/Baugs/1998, hann sé svo flinkur að reka þessi fyrirtæki.hvernig stendur þá á því að þetta sé á svona hvínandi kúpunni? Hann er á fákeppnis/einokunarmarkaði og að tapa milljörðum. Hvað er langt síðan Baugur fór á hausinn og Jón Ásgeir fékk Bónus/10-11 og Hagkaup út á andlitið sitt út úr því gjaldþroti? Er ekki búið að safna mörgum milljörðum í skuldir á nokkrum mánuðum?hvernig væri nú að fá bara erlenda aðila inn í þennan rekstur, ef þeir eru þá tilbúnir að koma hingað? Samfylking talar alltaf um að laða að erlent fjármagn. Er ekki upplagt tækifæri núna að bjóða Co-op, ICA, Superbrugsen eða einhverjum að spreyta sig?

  • Anonymous

    Sveinbjörnssonur, Svínsins blóksvört er bankasaganiður með Bónus, Baug og Kók,Björgólf, Kaupthing, Haga

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur