Fimmtudagur 26.11.2009 - 09:45 - Rita ummæli

Verðmerkingar á matvöru

Fréttastofa rúv fjallaði í morgun um verðmerkingar í matvöruverslunum og ekki að ástæðulausu. það er nefnilega þannig að viðskiptavinir matvöruverslana þurfa að sætta sig við ótrúlegt viðskiptasiðferði. Menn hafa þurft að setja saman ný orð eins og hilluverð og kassaverð. Hvernig urðu þessi orð til?

þau urðu til vegna þess að alls ekki er víst að verðið sem þú sérð á vörunni þegar þú snarar henni í körfuna sé verðið sem þér er ætlað að borga við kassann. Hvurslags viðskipti eru það og af hverju er þetta ekki almennilega ólöglegt?

Hvernig er mögulegt fyrir okkur að gera verðsamanburð í svona umhverfi? Af hverju er þetta ekki einfaldað og ákveðið að verð að morgni sé verð að kvöldi? Verðbreytingar innan dags séu óheimilar og varði sviptingu verslunarleyfis að brjóta þær. Sektir við slíku eru hvort eð er sóttar í vasa neytenda.

Í minum huga snýst þetta system fyrst og fremst um að snúa á kúnnan en ekki að stunda samkeppni. Kúnninn á engan möguleika að á fylgjast með verðbreytingum frá degi til dags hvað þá frá einni mínútu til annarar. Verð sem verðlagseftirlitið kannar klukkan hálf fjögur getur breyst margoft til hálffimm.

Þetta er algert bull og þjónar alls ekki hagsmunum neytenda. Svona vitleysa gæti ekki viðgengist í neinum öðrum bransa en egnin takmörk virðast fyrir því hvað hægt er að bjóða okkur upp á þegar kemur að verslun með matvæli.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur