Færslur fyrir desember, 2009

Miðvikudagur 30.12 2009 - 21:02

Hjaltalín

…..og auk þess mæli ég með því að fólk kaupi sér diskinn með Hjaltalín. Þvílík ropandi snilld.

Miðvikudagur 30.12 2009 - 15:12

Svavar svívirðir löggjafarþingið

það er borin von að erlend ríki og þjóðarleiðtogar beri virðingu fyrir stjórnskipan hér landi þegar embættismenn eins og félagi Svavar Gestsson gerir það ekki. Gamli pólitíkusinn bara mætir ekki þegar honum ber að mæta til fundar við fjárlaganefnd. Er þessi embætismaður ekki á fullum launum hjá mér og þér og hefur hann ekki unnið […]

Miðvikudagur 30.12 2009 - 12:41

Ögurstundirnar

Nú líður að ögurstund í Icesave málinu. Flestir eru líklega hættir að nenna að setja sig inn í það mál lengur og vona bara að það hverfi einn daginn. það gerist því miður ekki og málflutingur þeirra sem klúðruðu því máli verður lengi í minnum hafður. Allt frá því að félagi Steingrímur sagði þjóðinni að […]

Þriðjudagur 15.12 2009 - 09:07

Álfheiður laus við iðrun

Álheiður Ingadóttir sér sko ekki eftir því að hafa stutt lýðinn sem reyndi með ofbeldi að ráðast inn á lögreglustöð til að „frelsa“ einstakling sem hafði verið handtekinn í mótmælum á síðasta ári. Enda hafi þetta allt borið árangur. Konan ruglar með hugtök og skilur ekki grundvallar reglur réttarríkisins. Hún telur að það sem hún […]

Mánudagur 14.12 2009 - 21:52

Arni þór og fundarstjórn forseta

Ég datt fyrir misskilning á milli mín og fjarstýringarinnar á sjónvarp frá alþingi. Þar stóð á skjánum að umræður um fjárlög stæðu yfir. En þingmenn höfðu séð ástæðu til að ræða fundarstjórn og það mun vera þeirra réttur. Áratugum saman hafa þingmenn komist upp með allskonar trix í þinginu til að berjast, stundum fyrir góðum […]

Sunnudagur 13.12 2009 - 21:50

DV og alvöru fjölmiðlun.

Nú ætla ég að tala um fjölmiðil. DV er gul pressa í hugum flestra og virðingin sem borin er fyrir blaðinu í samræmi við það. Þannig er það bara og engin þrætir í raun fyrir það. Hreinn Loftsson á það og rekur og ræður menn eftir því hvernig hann vill að þeir skrifi og hann […]

Þriðjudagur 08.12 2009 - 21:05

Gunnar Helgi tjáir sig um undirskrift forsetans.

Gunnari Helga Kristjánssyni tókst að gera mér til geðs í speglinum eftir fréttir í kvöld. Hann kom mér þægilega á óvart þegar hann sagði forsetann vart geta annað en synjað undirskrift Icesafe laganna vilji hann láta taka eitthvert mark á sér og vera sjálfum sér samkvæmur. Þetta vita allir auðvitað en fáir búast við að […]

Þriðjudagur 08.12 2009 - 08:46

Tölvupóstarnir.

Vissulega er það vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina að slúðurnetsíður úti í heimi þurfi að upplýsa þing og þjóð um samskipti aðstoðarmanns Steingríms við AGS korteri fyrir kosningar. Reyndar heyrðist mér félagi Össur segja í þinginu í gær að hér væri alls ekki um leyndarmál að ræða. það hefði bara enginn spurt! Hér er öllu snúið á […]

Miðvikudagur 02.12 2009 - 10:41

Ráðherraábyrgð og kerfisvandi.

Nú styttist í skýrslu rannsóknarnefndar þingisins. Flest berum við miklar væntingar til þessarar vinnu og margir vilja sjá blóð renna í kjölfarið. Menn tala um ráðherraábyrgð og hvort einhverjum ráðherrum verði hugsanlega refsað fyrir aðgerðir eða aðgerðaleysi. Þá kemur til kasta þingsins en nefndin er ekki dómstóll eins og margir virðast halda. Þingið mun þurfa […]

Þriðjudagur 01.12 2009 - 10:29

Ólína og þreytandi löggjafarþingið.

Ég hlustaði á Ólínu Þorvarðardóttur spjalla við Sif Friðleifsdóttir í morgunþætti rásar 2 í morgun um Icesave málið og fleira. Mér fannst gaman að heyra Ólínu nota einmitt þau orð um Icesave sem eiga við þó hún hafi snúið þeim upp á þá sem vilja fara aðra leið en Samfylking í málinu. Málið er svo […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur