Þriðjudagur 01.12.2009 - 10:29 - 1 ummæli

Ólína og þreytandi löggjafarþingið.

Ég hlustaði á Ólínu Þorvarðardóttur spjalla við Sif Friðleifsdóttir í morgunþætti rásar 2 í morgun um Icesave málið og fleira. Mér fannst gaman að heyra Ólínu nota einmitt þau orð um Icesave sem eiga við þó hún hafi snúið þeim upp á þá sem vilja fara aðra leið en Samfylking í málinu.

Málið er svo stórt og svo alvarlegt að ekki er hægt að kasta til hendinni eða að láta eins og nýjar upplýsingar skipti bara engu máli. Hvernig i veröldinni stendur á þvi að ráðherrar úr aðgerðaleysisríkistjórninni hafa ekki brugðið undir sig betri fætinum og farið á fund manna sem hafa á meðan þeir svínbeygja okkur haldið því fram annarsstaðar að þeir hafi til þess engan rétt?

Ólína og hennar fólk í ríkisstjórninni steig í pontu og talaði tárvott um að nú hafi þingið okkar sett sanngjarna og eðlilega fyrirvara við samkomulagið í sumar. Frá þeim yrði ekki hvikað og þingið myndi sjá til þess. Þeir sem hæst fóru vísuðu í langa sögu þings og lýðræðis sem nú hefði talað. Einhugur ríkti…

Vissulega hafa embættismenn þjóðanna talað sim rænulausa um málið mánuðum saman en við höfum erfiða reynslu af þeim viðræðum og undirskriftum þannig manna. það er á hinum pólitíska vetfangi sem við höfum brugðist. Jóhanna og Steingrímur hafa verið upptekin hér heima, ég veit ekki við hvað, og ekki séð sér fært að beita sér augliti til auglitis. Það mun ekki gleymast.

Vissulega hlýtur að vera þreytandi fyrir ríkisstjórnina að löggjafinn hafi áhuga á að ræða stöðuna og því líklega best að taka annað hvort ekki þátt eða að hrópa á torgum um málþóf og lýðskrum. Hið hrokafulla framkvæmdavald Samfylkingar og VG verður bara að þola það að þingið skuli andæfa þegar svona er komið.

Þingið á að gera það og þingið á að reyna að tryggja að ríkisstjórnir geti ekki svívrt ákvarðanir sem löggjafinn hefur tekið eins og nú er þegar fyrirvararnir við Icesave samkomulagið eru meira og minna felldir út.

Leynital Steingríms við formenn flokka sem ekki mega segja þjóðinni um hvað snýst er sérlega pínlegt úr munni hans. Tími ríkisleyndarmála af þessu tagi var liðinn hélt ég en hann er kannski bara runninn upp aftur. Öðruvísi mér áður brá.

Endilega segið okkur þjóðinni það sem þið vitið kæra ríkisstjórn svo við megum betur skilja af hverju þið eruð að lyppast niður varnarlaus í Icesave málinu. Og ekki mæta í útvarp til að kvarta undan þvi að löggjafinn vilji ræða málið.

Það er bara eitthvað svo 2007….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur