Mánudagur 14.12.2009 - 21:52 - Rita ummæli

Arni þór og fundarstjórn forseta

Ég datt fyrir misskilning á milli mín og fjarstýringarinnar á sjónvarp frá alþingi. Þar stóð á skjánum að umræður um fjárlög stæðu yfir. En þingmenn höfðu séð ástæðu til að ræða fundarstjórn og það mun vera þeirra réttur.

Áratugum saman hafa þingmenn komist upp með allskonar trix í þinginu til að berjast, stundum fyrir góðum málstað, með æfingum og útúrdúrum eins og að ætla ræða fundarstjórn en gera það svo alls ekki.

Í kvöld var Árni Þór Sigurðsson forseti þingsins að gera sitt besta til að fá þingmenn til að halda sig við efnið. Mér sýndist vera komin talsverð kergja í alla aðila málsins og ég veit ekki af hverju það var en pirringurinn var augljós og forseti sakaður um að hygla stjórnarliðum og það sýndist mér hann reyndar gera. En það var ekki það sem ég tók eftir…

Ég var harðánægður með að Árni Þór skyldi reyna að fá þessa samkomu til að virka. Virðingin fyrir stofnuninni þolir alveg andlitslyftingu og í mínum huga stóð Árni Þór þarna í ströngu og það með réttu og þingheimur stórmóðgaður og ekki vanur slíkri „framkomu“ forseta.

Ég veit ekkert hvort einhver vinna í nefndum og svik eða ekki svik á milli fylkinga í þinginu blandast inn í þetta eða ekki. En ég veit að í mínum huga á forseti þings að sjá til þess að menn vinni eftir þeim reglum sem gilda og sjá til þess þingheimur haldi sig við fyrirliggjandi verkefni.

það fannst mér Árni Þór vera að reyna. En af viðbrögðunum að dæma eru þingmenn ekki vanir slíku.

það finnst mér verra…

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur