Miðvikudagur 06.01.2010 - 20:20 - 8 ummæli

Fréttastofa rúv á villigötum

Fyrsta frétt hjá rúv í kvöld var sérstök. Þar sáum við stórmóðgaða fréttakonu fyrir utan myrkvaða Bessastaði gera stórmál úr því að forsetinn var ekki þar til að tala við hana. Og svo var hafist handa við að ráðast á forsetann vegna ákvörðunar hans um synjun.

Lesnir voru valdir kaflar úr bréfi hinnar mjög svo hlutlausu ríkisstjórnar um afleiðingar þess að forseti fari að vilja þjóðarinnar. Ég læt mér í sjálfu sér í léttu rúmi liggja þó fréttastofa rúv vilji gera einum málsstað hærra undir höfði í þessu en öðrum. Fréttastofur eru hættar að koma mér á óvart…

En þar sem ákvörðun forseta snérist ekki eingöngu, og kannski minnst, um efnisatriði samningsins þá bara skil ég ekki fréttina. Forsetinn var að reyna að vera sjálfum sér samkvæmur og hann var að bregðast við augljósum vilja þjóðarinnar til að fá að greiða atkvæði um samninginn.

Heldur fréttastofu rúv kannski að honum hafi þótt málfutningur stjórnarandstöðunnar svo sannfærandi versus stjórnarinnar að hann hafi bara ákveðið að hunsa þessi aðvörunarorð þess vegna?

Þessi hræðsluáróður sem nú nær hámarki vegna fyrstu misskilningsviðbragða fjölmiðlamanna erlendis eftir klúðursleg ummæli ríksstjórnarinnar mega ekki rugla menn í ríminu. Ríkisstjórnin hefur haldið þessum vörnum uppi allan tímann og þrátt fyrir það tal…

..hefur henni hvorki tekist að sannfæra sitt eigið lið né þjóðina. Þess vegna vildi þjóðin kjósa sjálf. Ég sé ekki að forsetinn sé að taka afstöðu með eða á móti samningnum með þessum gjörningi. Hann er einfaldlega að taka afstöðu með þjóðinni og ekki á móti neinum.

Og notar til þess stjórnarskrárvarinn rétt sinn sem stjórnmálamenn kunna ekki að kannast við nema þegar þeim hentar.

Nú ríður á við förum ekki öll á taugum og göngum í lið með ríkisstjórninni og gerumst málflytjendur viðsemjenda okkar. það fannst mér stórmóðgaða frettakonan gera í kvöld.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Anonymous

    Algjörlega sammála

  • Anonymous

    Er bref ríkisstjórnarinnar og innihald þess ekki frétt?

  • Anonymous

    Ok í gær voru fyrstu fréttir að Ísland væri komið í ruslflokk – síðan þá hafa tvö matsfyrirtæki, bæði með aðsetur í New York á meðan Fitch er í London, sagt að Ísland sé ekki að fara strax í ruslflokk og meira að segja Moody's segir að Ísland fari ekki sjálfkrafa í ruslflokk þó að þjóðin hafni Icesave2 þar sem Icesave1 verður ennþá í fullu gildi…

  • Anonymous

    Sammála.Furðuleg fréttamennska.Ómögulegt að hafa amatöra í þessu sem kunna ekki að leyna afstöðu sinni og skoðunum.OG RÚV hélt áfram og sagði ekki frá seinni spurningunni í könnun Gallup.Þetta lið gefst ekki svo auðveldlega upp.

  • Anonymous

    „Have you spoken to Gordon Brown about this matter?““No, maybe I should have“

  • Anonymous

    „Eiga lög um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum að greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. sem Alþingi samþykkti, en forseti synjaði staðfestingar, að halda gildi sínu?“Hvaða texti er þetta eiginlega fyrir að vera? Hver er að tala um að halda hlutunum einföldum? Samdi Sigmundur Ernir þetta fyrir stjórnina á „einu augabragði“? RUV hefði átt að gagnrýna þennan texta, enda er ólöglegt að koma hvergi inn á hvaða lög er verið að kjósa um. RUV ætti bara að loka sjoppunni. Þetta er að verða lélegasta fréttastöð landsins og þó víðar væri leitað. Fréttastofa RUV er komin í bullandi kosningabaráttu, og virðist baráttan vera háð frá flokkskontor samfylkingarinnar. Stórt BBÚÚÚÚ á fréttastofu RUV.

  • ég er svo sammála, fréttastofa RUV er komin niður í algeran ruslflokk,þvílík fréttamennska, þau ættu að skammast sín, ásamt ríkisstjórninni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur