Miðvikudagur 06.01.2010 - 11:19 - 3 ummæli

Móðursýki vinstri manna

Það er eins og við manninn mælt. Heftin og móðursýki í vinstri mönnum út í Ólaf Ragnar er ótrúleg. Hver stórmóðgaður fyrrum samherjinn ryðst fram og sakar hann um svik og niðurrif. Þórunn Sveinbjarnardóttir toppar þó allt í magnaðri grein sinn hér á eyjunni.

Ég hef aldrei farið dult með þá skoðun mína að forsetinn eigi ekki að hafa þennan málskotsrétt og gildir einu hvort embættinu gegnir Ólafur Ragnar eða einhver annar stjórnmálamaður eða hvort málið kemur mér og mínum málsstað vel eða illa.

Þeir sem lengst ganga halda þvi fram í geðshræringu að forsetinn hafi rænt völdum og kannski má með lægni halda því fram. Við höfum áður horft á forsetann skipta sér af og taka fram fyrir hendur þingsins í máli sem skipti minna máli og var minna umdeilt og meiri samstaða um á þingi en þetta blessaða mál. Hvar var Þórunn Sveinbjarnardóttir þá?

Þórunn og aðrir lýðræðiselskandi vinstri menn hafa galað á torgum um þjóðaratkvæðagreiðslur og þetta sama fólk dansaði af gleði þegar Ólafur Ragnar gerði það fyrir vini sína Sigðurð G ,Jón Ásgeir og Samfylkinguna að synja fjölmiðlalögum staðfestingu forðum.

það er vont að hafa ekki aðra sýn á stjórnmál en dagsins sem er að líða. Þeir vinstri menn sem garga sig hása og skrifa greinar ættu kannski sumir að fletta aftur til ársins 2004 og bera sig saman við þær skoðanir sem þá voru í gildi. Tækifærismennska og prinsippleysi sumra ríður ekki við einteyming…

Þetta fólk allt fagnar málskotsrétti forseta og vill auðvitað þjóðaratkvæði og beinna lýðræði en nota bene, bara þegar það hentar. Þetta fólk væri nú í dag að dásama alla þessa kosti ef bara Ólafur Ragnar hefði nú getað munað með hvað liði hann á að halda.

Um það snúast þessi læti og annað ekki.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Sæll,Ég velti fyrir mér. Ertu til í að útskýra fyrir mér hvernig þú notar hugtakið „vænisýki“ í þessum pistli?Ég átta mig ekki alveg á því hvernig það á við.

  • Merkilegar þessar skoðanir þínar.Hefurðu nokkurn tímann haft aðra skoðun en þá sem er ríkjandi í Valhöll?

  • Afskaplega eru menn eitthvað litlir í sér.Þú leiðréttir vænisýki í móðursýki, eftir að þú áttaðir þig á því að þú varst að nota kolvitlaust orð.Það hefur nú hingað til verið algjört lágmark í bloggheimum að taka fram þegar svona leiðréttingar eru gerðar t.d. með „Viðbót“ eða þá í kommentakerfum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur