Fimmtudagur 07.01.2010 - 11:50 - 1 ummæli

Ólína veður í villu og svima

Ólína Þorvarðardóttir skrifar merkilegan pistil hér á eyjuna í dag. Þar reynir hún af öllum mætti að snúa út úr orðum manna og leggur mikið á sig til þess að skilja ekkert hvað er að gerast og hvaða staða er uppi.

það sem við erum að horfa up á núna er að allt frumkvæði í þessu hörmungar Icesave máli er að fara frá ríkisstjórninni og menn utan hennar eru að taka að sér að berjast fyrir okkar málsstað. Steingrímur hefur haldið utan til að ræða við menn og Guð forði okkur frá því að hann haldi áfram að telja þeim trú um að málsstaður þeirra sé góður og réttur okkar til að reyna að ná sanngjörnum samningum sé ekki til.

Ólína ályktar að vegna þess að stjórnarandstaðan telur nú rétt að reyna að ná samstöðu um að skipa nýja samninganefnd og hætta við þjóðaratkvæði að þá hafi menn verið að blekkja forseta og þing þegar greitt var atkvæði um að vísa málinu til þjóðarinnar.

Þeir einu sem blekktu þing og þjóð og forseta í þeirri atkvæðagreiðslu Ólína voru þingmenn meirihlutans sem greiddu atkvæði gegn eigin sannfæringu. Bara svo því sé haldið duglega til haga…

Nú er komin upp ný staða og til muna sterkari fyrir okkur en áður þó hræðsluáróðurs vél ríkisstjórnarinnar vinni þrotlaust dag og nótt við að eyðileggja möguleika okkar til að ná samningi sem við getum unað við.

Besta lausnin var ALLTAF að reyna að fá ríkisstjórnina til þess að taka sönsum en til vara að neyða hana til þess með þátttöku þjóðarinnar. Þess vegna greiddu menn atkvæði með þjóðaratkvæði.

Höfðinu skal barið við steininn hjá þingmönnum ríkisstjórnarinnar og ef fram fer sem horfir verða engir öflugri talsmenn þessa afleita samnings til en fulltrúar hennar og þá tel ég viðsemjendur okkar með.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Nákvæmlega.Ég fékk gæsahúð þegar ég las að Steingrímur væri farin út til að ræða þetta mál. Hann eyðileggur vonandi ekki það góða verk sem menn eru að vinna núna. Meira að segja utanríkisráðherra Lettlands tekur upp hanskann fyrir okkur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur