Mánudagur 11.01.2010 - 12:04 - 9 ummæli

Öfgar Davíðs?

Hann er stundum stórskrýtinn kýrhausinn. Davíð Oddsson hefur langi farið fyrir þeim sem hafa haldið því fram að ekki eigi að borga skuldir óreiðumanna erlendis. Að best sé að taka slaginn og reyna að verja sig. Við vitum hvernig því var tekið og hvernig til tókst.

Ég sjálfur tel að héðan af snúist þetta blessaða Icesave mál ekki mikið um lögfræði og ekki snýst það um réttlæti heldur. Það snýst núorðið um pólitískt ofbeldi í garð heillar þjóðar og lausatök ríkisstjórnar Íslands.

Sumir álitsgjafar og bloggarar hafa ekki hikað við að kalla skoðanir Davíðs öfgaskoðanir og farið mikinn. Davíð vill ESB ekki heldur og hefur ekki átt upp á öll pallborð með þann málflutning heldur.

Ég fæ ekki betur séð en að þessum skoðunum vaxi nú hratt fiskur um hrygg og minni á spádóma um einmitt það. það er stutt öfganna á milli hjá sumum….

Og kannski timi Moggans sé að renna upp….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Anonymous

    Ég veit ekki til þess að kallað hafi verið eftr Hrunadans- og Gjaldþrotastjóranum. Er ekki nóg að við fengum yfir okkur hryðjuverkalög?

  • Anonymous

    Minni hér á þetta ágæta myndbandhttp://www.youtube.com/watch?v=5egkmJRikKwSigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

  • Anonymous

    Tekið úr Economist. But this is the same electorate that, barely eight months ago, toppled a government by popular revolt and elected a new coalition, headed by the gutsy Johanna Sigurdardottir, who was charged with clearing up the mess. In this short span the government has made some unpalatable decisions, and it began to earn cautious international respect for tackling an Augean task. It had started to rebuild the fractured economy and establish some semblance of confidence.Án þess að ég viti það þá grunar mig að Mr.Oddson þyki ekki merkilegur seðill hjá þessu blaði. http://www.economist.com/world/europe/displaystory.cfm?story_id=15213434Magnús Bjarnason

  • Anonymous

    Ha ha ha. Davíð Oddsson ber mesta ábrygð á IceSave klúðrinu þar sem hann gaf Landsbankann glæpamönnum – sem voru honum þóknanlegir. Þar að auki gerði Davíð Seðlabankann gjaldþrota – sem er miklu dýrara fyrir þjóðina heldur en IceSave

  • Anonymous

    Menn sem hafa áhyggjur af því þurfa að borga skuldir óreiðumanna eiga ekki að haga hlutunum þannig að þeir ganga í ábyrgðir fyrir skuldum óreiðumanna.Svo einfalt er það.

  • Anonymous

    Einhvern veginn virðist skipta máli hverjum (hvers lenskum?) óreiðumennirnir skulduðu. Það virðist enginn stressa sig yfir því að skattborgarar taki á sig skuldir til íslenskra áhættufjárfesta í peningamarkaðssjóðunum. Veit ekki til þess að ríkisábyrgð hafi verið á þeim skuldum. Einhver?

  • Anonymous

    Röggi.Glöggi?Nei.Nei.

  • Anonymous

    Ertu að tala um þennan þarna Davíð sem skrifaði undir fyrsta samninginn…þannig séð? Ha?http://silfuregils.eyjan.is/2010/01/11/sos/,,Þrátt fyrir allt þrasið og fjasið stendur sú staðreynd óhagganleg, að Icesave – þetta tilræði við efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar – er runnið undan rifjum íslenskra manna og á ábyrgð Íslendinga, ýmist vegna aðgerða þeirra eða aðgerðaleysis. Íslensk stjórnvöld réðu yfir lagaheimildum og stjórnvaldsúrræðum, sem hefðu dugað til að forða þjóðinni frá Icesave-reikningnum. Þau brugðust. En í stað þess að viðurkenna mistök sín – svo að af þeim megi læra – reyna þau nú, úr stjórnarandstöðu, að skella skuldinni á alla aðra. Þannig reyna þeir, sem bera þyngsta ábyrgð á óförum okkar, að beina athyglinni frá sjálfum sér með því að kenna öðrum um. Rökin fyrir þessum fullyrðingum standa óhögguð, þrátt fyrir allt þrasið.“

  • Anonymous

    Erlendis er hlegið að Íslendingum vegna þess að Davíð Oddsson, sem ekki er sérfræðingur í hagstjórn, gat gert sjálfan sig að seðlabankastjóra.Erlendis er hlegið að Íslendingum vegna þess að Davíð Oddsson var gerður að ritstjóra Morgunblaðsins á meðan hann og aðrir sæta opinberri rannsókn.Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur