Fimmtudagur 21.01.2010 - 11:16 - 5 ummæli

Má berja á opinberum starfsmönnum eftir smekk?

Ég geri mér grein fyrir því að hægt er að finna mikilvægari mál en þau að ákæra ofbeldfisfólk sem ræðst á opinbera starfsmenn þings og lögreglu. Og ekki hef ég sérstakt vit á því hvort eitt ár er langur eða skammur tími til að rannsaka slíka framkomu.

En hitt veit ég að mér finnst magnað að fólk skuli endalaust nenna að taka upp hanskann fyrir slíkt og slíka framkomu og telja þá sem véla um þau mál vera sérstakt vandamál. Ofbeldið er vandamálið en ekki þeir sem rannsaka það.

Þeir sem telja eðlilegt að gefa fólki sem ræðst gegn öðru fólki með ofbeldi upp sakir verða að skýra þær skoðanir sínar með öðrum rökum en þeim að málsstaðurinn standi þeirra hjarta svo nærri að allt sé réttlætanlegt.

Þau rök eru ónýt og hugsunin þar á bak við of grunn til að hægt sé að taka mark á. Ofbeldi á alltaf að mótmæla hverjum sem það beinist gegn. Þeir sem telja að það þjóni tilgangi að berja á lögreglumönnum eða þingvörðum hafa afleitan málsstað að verja.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Anonymous

    æi, í guðanna bænum.

  • Anonymous

    Guðmundur 2 GunnarssonÞað er merkilegt að sjá hvern sérfræðinginn eftir öðrum hafa stórar meiningar um ágæti kæranna og ekki síst hversu stutt er liðið frá atburðum, miðað við meint brot auðrónanna og embættismanna varðandi hrunið, sem ekkert hefur verið gert í svo sýnilegt er.Á þessu er mikill munur á. Ofbeldisfólkið var handtekið á brotastað og fjöldi vitna af atburðum. Kærur ganga beint til ríkissaksóknara frá lögreglu. Sérstakur saksóknari kemur hvergi þar að, heldur er að rannsaka mál sem tengjast hinu genginu, sem öll eru mun flóknari og augljóslega munu taka mikið meiri tíma, sem og hófst rannsóknin töluvert seinna.Það sem er umdeilanlegast, er að það þurfi heilt ár til að draga ofbeldisseggina fyrir dómatóla, og gefur ástæðu til að ætla æð 2 ára fyrningarreglan í mörgum hinna verði löngu liðin þegar röðin er komin að þeim.Annars er afar dýrmætt að fá jafn vel rökstudd innleg og þess sem fyrstur kveður sér hljóðs.

  • Anonymous

    Hvað með ofbeldi útrásravikinganna, glæpamanna í bönkunum og mútuþæga stjórnmálamenn sem vísast til eru bæði landráðamenn og þjóðníðingar af verstu sort. Finnst þér gott mál að þessir aðilar gangi enn lausir og hafi áfram völd? Það er EKKERT sem afsakar að ekki skuli vera búið að taka þetta fólk úr umferð.

  • Anonymous

    Eru menn þá sáttir við að sleppa bara þeim sem beittu ofbeldi í mótmælum af því að það hefur ekki verið náð í útrásarvikingana líka?? Ég skil nú ekki þessi leiskólarök. Þegar við verðum farin að hofa framhjá og líða líkamlegt ofbeldi í þessu þjófélagi þá erum við í hættu. Að sjálfsögðu verður að grípa inn í þar og málin að fara í gegnum eðlileg ferli þar.

  • Anonymous

    Eru menn þá sáttir við að sleppa bara þeim sem beittu ofbeldi í mótmælum af því að það hefur ekki verið náð í útrásarvikingana líka?? Ég skil nú ekki þessi leiskólarök. Þegar við verðum farin að hofa framhjá og líða líkamlegt ofbeldi í þessu þjófélagi þá erum við í hættu. Að sjálfsögðu verður að grípa inn í þar og málin að fara í gegnum eðlileg ferli þar. Á sama´hátt eiga lögin að gaga yfir fjárglæpamenn. Það skulum við vona að þau geri.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur