Mánudagur 01.02.2010 - 17:13 - 1 ummæli

Karl Th prinsippin um forsetann.

það er að jafnaði verra að hafa engin prinsipp. Hér fyrr á öldum var hægt að komast upp með glæpinn enda ekkert utanumhald með því hvað menn sögðu frá einum degi til annars. Flestir vita að Ólafur Ragnar Grímsson hefur eiginlega bara eitt prinsipp, eða tvö….

..og að hann er á kafi í pólitík á Bessastöðum. Núna virðast æ fleiri kannast við að misbeiting hans á málsskotsrétti forseta frá 2004 er og var hræódýrt hneyksli en beitt pólitískt bragð auk þess sem beitingin hentaði mönnum sem áður og fyrr og enn í dag eru miklir vinir forsetans.

Karl Th Birgisson fer nú mikinn og kvartar undan hegðun forsetans og ég er sammála hverju orði sem hann segir um það atriði. það sem Karli og félögum svíður þó er auðvitað bara að Ólafur Ragnar skuli ekki vera þeim sammála. Ef forsetinn væri að breiða út fagnaðareindið heyrðist hvorki hósti né stuna frá Karli Th og félögum.

Ólafi Ragnari er að takast að breyta embætti forsetans til frambúðar og ég held að menn honum handgengnir til margra ára hljóti að eiga að finna til ábyrgðar í þeirri sögu.

Ég reikna með því að Karl Th væri málsskotsréttinum algerlaga andsnúinn ef Davíð Oddsson sæti á Bessastöðum. Hann hafði engar athugasemdir við hann 2004 en er ekki sáttur 2010. Þó er um forsetann hans að ræða, forsetann sem tók svo góða ákvörðun 2004 en veður upp á dekk núna á sömu skítugu skónum.

Málsmetandi menn af vinstri vængnum hafa gefið hraustlega undir fótinn með að forsetinn geti vissulega þurft að taka afstöðu í pólitík og að embættið megi gjarna þróast og taka til fleiri þátta.

Nú er það gleymt og gleðin horfin. Ólafur Ragnar, forsetinn hans Karls Th er orðinn stjórnlaus. Vegferðin þessi hófst með synjun fjölmiðlalaganna og þeim stuðningi sem Ólafur Ragnr fékk til þess frá mönnum eins og Karli Th.

Þá datt vinstri mönnum auðvitað alls ekki í hug að karlinn gleymdi því í hvaða liði hann á að vera. Þess vegna hafa menn tekið upp nýtt prinsipp sem hentar aðstæðum nú þegar Ólafur Ragnar talar út og suður gegn stefnu ríkisstjórnarinnar erlendis.

Ólafur Ragnar á auðvitað ekki að vera í þessu hlutverki. Hann var ekki kosinn til þess hvorki nú síðast né þar áður þó hann hafi áður talað gegn stefnu ríkisstjórnar með velþóknun manna eins og Karls Th. En það var reyndar ekki vinstri stjórnin….

Byltingin étur hér börnin sín sem kunna því illa eðlilega.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Mér sýnist nú Kalli alls ekki andmæla tilvísuninni, heldur tilraun forsetans til að nota Icesave málið sem leiðréttingarblek yfir framkomu sína í þágu „hrunaranna“ undanfarin ár.Stefán Benediktsson

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur