Miðvikudagur 03.02.2010 - 13:16 - 1 ummæli

Icesave: kemur vonin að utan?

Nú er komin upp merkileg staða í samningamálum varðandi Icesave. Viðsemjendur okkar vilja það mest að hér skapist pólitíks samstaða um niðurstöðuna. það er eðlileg krafa í ljósi þeirra samskipta sem þeir hafa átt við þessa ríkisstjórn.

Ríkisstjórnin sagði já og aman við afarkostunum og hélt heim á leið sannfærð og hóf að telja okkur trú um að ekki yrði betur gert. Því trúa fáir hvort heldur sem þeir sitja á þingi eður ei. Samt er haldið áfram að selja okkur sannleika Hollendinga og Breta og í tvígang hefur stjórnin hrökklast til baka.

Og nú er svo komið að viðsemjendur okkar gera þá kröfu að á bak við umboð samningamanna sé stuðningur. það er fullkomlega eðlilegt og ég var að vona að ríkisstjórnin færi í að vinna að því að byggja upp samstöðu en ekki að reyna að galdra fram stuðning við samning sem við viljum ekki. Við erum í þessu tilfelli allir aðrir en ríkisstjórnin……

Kannski eru viðsemjendur okkar búnir að sjá að ekki þýðir endalaust að berja höfði við stein. Í því er von fyrir okkur ef vel verður á spilum haldið. Eitt og annað bendir þó til þess að ríkisstjórnin sé ekki alveg búin að missa trú á gamla samningnum og sé alveg til í að reyna einu sinni enn.

Þá er okkar helsta von orðin sú að Hollendingum og Bretum takist að koma vitinu fyrir okkar fólk. Að þeim takist að telja Steingrími og Jóhönnu trú um að þjóðin muni ekki samþykkja þetta svona heldur þurfi að finna samstöðu um aðra og nýja niðurstöðu.

það skyldi þó ekki vera….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Mér sýnist helsta vonin felast að því að norrænum vinstri mönnum taksit að koma vitinu fyrir pólitísku gamalmennin sem stjórna þessu landi. Framkoma Jóhönnu og Steingríms í Icesave-málinu gleymist ekki og verður hrikalegur áfellisdómur yfir þessu óhæfa fólki.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur