Miðvikudagur 10.02.2010 - 10:57 - Rita ummæli

Hagar og undrandi reiðir ráðherrar

það er hreinlega leitun að fólki utan fjölskyldu Jóhannesar í bónus sem skilur og er sátt við hvernig mál varðandi Haga eru að þróast. Allt er að ganga fjölskyldunni í hag og ef að líkum lætur mun Jóni Ásgeir takast að eignast skuldlaust fyrirtækið á betri kjörum en ef hann hefði samið beint við fyrri eigendur bankans. Enda er Jóhannes sáttur og þá þarf að ekki að segja meira…

Margir eru reiðir og sumir ropandi hneykslaðir og gapandi af undrun. Venjulegt fólk fattar hreinlega ekkert og skilur ekki hvernig umferðalögin í bönkunum virka mismunandi.

Ég sjálfur skil að erfitt getur verið að setja skýrar reglur sem virka algerlega eins fyrir alla. En að ekki sé hægt að setja neinar almennar reglur er mér fyrirmunað að skilja og allskyns samsæriskenningar fá líf í kollinum.

Mér sýnist meira að segja ráðherrar vera ýmist orðlausir eða reiðir. það ástand hefur verið hjá þeim mörgum alveg frá fyrsta starfsdegi og afraksturinn blasir við. Ef ég skil þetta rétt er búið að taka bankana af ríkinu og kröfuhafarnir hafa tekið þá yfir. Þetta var það sem að var stefnt og flestir telja eðlilegt og hreinlega gott mál.

Er tækifæri ríkisstjórnar Samfylkingar og VG til að hafa eitthvað um málefni eins og Haga að segja ekki runnið henni úr greipum? Er þetta ekki mál núverandi eigenda bankanna? Eigenda sem enginn veit fyrir víst hverjir eru? Nefnilega kröfuhafana andlitslausu….

Ákvarðanafælni og afdráttarleysi ríkisstjórnarinnar er orðin okkur stórskaðleg á flsetum sviðum og að líkindum er kostnaðurinn ekki að fullu fram kominn.

Reiði, hneykslan og gapandi undrun ráðherra gera bara ekki neitt í þeirri stöðu sem virðist komin upp því miður.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur