Miðvikudagur 17.02.2010 - 12:00 - 4 ummæli

Sóley Tómasdóttir er ekki kona

Sóley Tómasdóttir er ekki kona og reyndar enn síður karlmaður þegar hún er í prófkjöri eða að störfum í borgarstjórn. Þá er hún stjórnmálamaður eins og aðrir óháð kyni og störf hennar og framkoma lýtur sömu gagnrýni og annarra. Ekki virðist mega gagnrýna hana án þess að málsmetandi konur rjúki til og telji það beinast að kynferði hennar eða því að hún er feministi.

Á hún að vera undanþegin gagnrýni vegna þess að hún er kona? það er henni hvorki til gagns eða ógagns að vera kona í þessum störfum. Ég skil ekki hvað tilgangi þessi rembumálflutningur á að þjóna. Er þetta gagnlegt innlegg í jafnréttisbaráttuna sem sumir kalla reyndar kvenréttindabaráttu fyrir misskilning?

Sóley Tómasdóttir stendur alveg fyrir sínu sem stjórnmálamaður og þarf enga forgjöf vegna kynferðis og þeir karlar sem hafa skoðun á hennar störfum á þeim vetfangi eiga ekki að þurfa að gefa neinn afslátt þó þér séu af gagnstæðu kyni.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Anonymous

    Byrjaði þessi umræða ekki vegna þess að karlmaður (Teitur Atlason)fór að væla yfir því að Sóley væri ekki skömmuð nóg … og gerði úr því skóna að hefði hún verði karl, hefði hún aldeilis fengið á baukinnÞær konur sem hafa tjáð sig, hafa verið að svara þessu. Þannig að, Röggi minn, þú snýrð þessu alveg á haus. Það eru karlarnir sem væla yfir vondri meðferð. Kveðja, Elfa Jóns

  • Hún er búin að gera þvílík axarsköft undanfarið og alltaf þegar hún er gagnrýnd kemur það að þeir sem eru að gagnrýna hana eru að gera það vegna þess að hún er ákveðin og vegna þess að hún er femínisti.

  • Anonymous

    Kvenremba?

  • Anonymous

    Æji, hún er svo mikið rassgat þessi dúlla.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur