Fimmtudagur 18.02.2010 - 11:27 - Rita ummæli

Eftirááhyggjur Skúla Helgasonar

það var skemmtilegt leikritið sem stjórnarþingmennirnir Skúli Helgason og Lilja Mósesdóttir settu upp í þinginu í gær. þar gerði Skúli sér upp áhyggjur vegna þess hvernig Arion banki höndlar með mál Samskipa og Lilja botnaði svo atriðið og tók undir.

það er kannski aukaatriði hér en þessir þingmenn tilheyra nefnilega stórnarliðinu sem gerði akkúrat ekki neitt annað en að hafa enga skoðun á þesum málum á meðan Arion banki var í eigu ríkissins. Nú er aftur á móti þægilegt að belgjast upp af áhyggjum.

Skúli hefur kannski ekki hugmynd um að Arion banki ræður litlu um það hvernig um Samskip er vélað heldur er það á höndum banka í Hollandi. Þessar eftirááhyggjur ná líklega ekki til þess hvernig Jón Ásgeir og fjölskylda er að sölsa undir sig skuldlaus fyrirtæki sín aftur.

Svona stjórnmál eru ónýt og ekkert annað en populismi. Skúli og hans fólk gat reynt að hafa áhrif í þesum efnum en þá hentaði best að hafa engar skoðanir og skipta sér ekki af.

Hvernig stendur á því?

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur