það er margt skrýtið í skattakýrhausnum. Fjármálaráðherra sem kann bara eina leið til stjórnar efnahagsmálum hvort heldur sem er í góðæri eða hallæri tjáði sig um hækkun bensíngjalds í gær.
Eins og alþekkt er þá hafa áhrif af hækkun bensínverðs haft ein og aðeins ein áhrif. Dregið hefur úr neyslu og þar með tekjum af skattinum. Kenningin sannar sig sífellt en samt er hamast í því að hækka skatta til að fylla upp í göt í fjármálum ríkissins. Höfðinu er lamið af festu við steininn og allir þjást.
En þetta er í raun aukaatriði sagði Steingrímur því þessar auknu álögur á þjakaða og stórskulduga þegna landsins voru settar í umhverfisskyni en ekki til að ná í aura í skröltandi tóman kassann. Hann hefur þvi engar áhyggjur þótt þetta skili minni tekjum en fyrr…
Hvað getur maður sagt?
Röggi
Hækka bensínið meira. Aka minna á sparneytnum bílum.Stefán Benediktsson
Röggi:Ertu semsagt að segja að útgjöld heimilanna vegna bensíns hafi lækkað með þessu kolefnisgjaldi? Er þetta þá ekki gott?Stefán:Svo má líka draga fram hjólið!
„Bensíngjaldið hans Steingríms“Afhverju ekki „Álagningin hans Hermanns“ Þurfa þessi Olíufélög að hagnast um á annað þúsund milljónir á ári? er það eitthvað náttúrulögmál?