Laugardagur 27.02.2010 - 20:48 - 9 ummæli

Ég segi nei

Auðvitað hlaut að koma að því já mennirnir létu á sér bera. þarna er ég að tala um fólkið sem ætlar að segja já við verri samning um Icesace en okkur býðst í dag. Ég er að reyna af öllum mætti að vera jákvæður í garð þeirrar ákvörðunar að segja já og fullur skilnings. það gengur treglega…

Venjulega eru tvær hliðar á málum og alltaf hollt að reyna að setja sig inni í hugarheim þeirra sem gagnstæðar skoðanir hafa. Í þessu máli er eiginlega vita vonlaust að finna aðra skýringu en einhversskonar pólitíska fötlun og blindu því miður.

kannski finnst einhverjum bara sniðugt að vera með skoðanir sem eru á skjön við alla hina og stundum er gaman að slíku fólki. Röksemdir þeirra sem ætla að segja já við verri samningum hafa hingað til ekki hrifið mig enda halda þær hvorki vatni né vindi.

Þeir sem vilja styðja andstæðinga okkar í þessu mál og gera samningamönnum okkar erfitt fyrir að ná sanngjörnum samningi ættu hiklaust að segja já. Þeir sem ekki vilja það segja auðvitað nei.

Þetta mál er ekki hægri vinstri mál. þetta snýst ekki um að halda með flokknum sínum eða uppáhalds stórnmálmanninum. þetta mál snýst um að halda með Íslandi. Ég er í því liði.

Og segi nei

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Anonymous

    Það er alveg stórfurðulegt að sjá þig skrifa um pólítíska fötlun!

  • Anonymous

    segðu ekki nei, segðu kanski kanski kanski.

  • Anonymous

    Reyndar er verið að reyna að lauma því inn í vitund fólks að atkvæðagreiðslan sé marklaus og þó þú segir já þá náist betri samningar, því þeir eru á borðinu. En ef ástandið breytist ekki og engir samningar verða undirritaðir 6. mars og jafnvel þó það verði hér um bil búið að gera betri samninga, þá munu Bretar og Hollendingar hlaupa í burtu hlægjandi ef þjóðin tæki upp á því að ségja já við ónýtum samningum, því hún hélt að hún fengi betri samninga.

  • Anonymous

    Hvað með þá skoðun að Íslenska ríkinu beri að standa við ríkisábyrgðina -ekki bara lögfræðilega heldur siðferðilega? Er það pólitísk fötlun?Hollenska og Breska ríkið eru nú þegar búin að greiða innistæðueigendum Icesave 20 þús evru innistæðu trygginguna. Hvað rök hníga frekar að því að breskir og hollenskir launþegar borgi brúsann en ekki íslenskir? Gorgeirinn í Íslendingum varðandi þetta Icesave kjaftæði er með ólíkindum. Annan veg erum við stærstir og bestir (þegar okkur hentar) en þegar í harðbakkan slær þá erum við aum og lítil og allir eru vondir við okkur.Tapið sem er búið hljótast af því að draga þetta mál á langinn verður ALLTAF miklu meira en það sem fæst út úr þrefi um vaxtakjör, því það er deginum ljósara að Íslendingar munu alltaf borga. Það eru allir stjórnmálaflokkar sammála um… mætti halda að svo sé ekki á stundum en þannig er það.Kveðja,Jón H. Eiríksson

  • Anonymous

    Maður er búinn að fá upp í kok af þessum leik Sjálfs-framsóknarflokksins og ég ætla ekki að láta hafa mig að fífli með að taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu.

  • Anonymous

    Lögfræðilega skildan var og er í gegnum innstæðutryggingasjóðinn og það stendur skýrt í EES regluverkinu að hann sé einungis virkur þegar aðeins einn banki fellur, en ekki þegar bankakerfi heillrar þjóðar fellur. Bretar og Hollendingar borguðu þessar innistæður, án þess að tala við okkur áður, aðallega til þess að lægja öldurnar í sínum löndum. Bretar notuðu svo t.d. hryðjuverkalögin til þess að knýja okkur til að borga og báðar þjóðirnar hafa beitt AGS til að fá okkur til að borga. Þegar Landsbankinn varð gjaldþrota, þá urðu innistæður í honum kröfur í þrotabúið og má því segja að Bretar og Hollendingar hafi keypt kröfurnar af innistæðueigendunum. Og þar sem innstæðutryggingarsjóðurinn virkar ekki við bankahrun, þá eiga Bretar og Hollendingar bara kröfu í þrotabú bankans, en ekki í íslenskt skattfé.

  • Anonymous

    „Lögfræðilega skildan var og er í gegnum innstæðutryggingasjóðinn og það stendur skýrt í EES regluverkinu að hann sé einungis virkur þegar aðeins einn banki fellur, en ekki þegar bankakerfi heillrar þjóðar fellur.Bretar og Hollendingar borguðu þessar innistæður, án þess að tala við okkur áður, aðallega til þess að lægja öldurnar í sínum löndum.Bretar notuðu svo t.d. hryðjuverkalögin til þess að knýja okkur til að borga og báðar þjóðirnar hafa beitt AGS til að fá okkur til að borga.Þegar Landsbankinn varð gjaldþrota, þá urðu innistæður í honum kröfur í þrotabúið og má því segja að Bretar og Hollendingar hafi keypt kröfurnar af innistæðueigendunum. Og þar sem innstæðutryggingarsjóðurinn virkar ekki við bankahrun, þá eiga Bretar og Hollendingar bara kröfu í þrotabú bankans, en ekki í íslenskt skattfé.“Ef lagaleg staða Íslands er svona rosalega góð eins og margir vilja vera láta… Af hverju eru þá allir… Allir flokkar búnir að viðurkenna greiðsluskyldu Íslendinga?Er verið að karpa um annað en vexti? Það er nefnilega sá regin misskilningur í gangi hjá mörgum sem halda það að með því að segja Nei í þjóðaratkvæði þá séu þeir að segja nei við Icesave.Og nota meintan lagalegan vafa til að blekkja fólk… svo ég noti orð bloggareiganda… er pólitísk fötlun.kv. Jón H. Eiríkss.

  • Anonymous

    Röggi,“þarna er ég að tala um fólkið sem ætlar að segja já við verri samning um Icesace en okkur býðst í dag.“Þessum samningi sem okkur býðst í dag hefur verið hafnað. Forystumenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafa hafnað honum. Þess vegna er þessi samningur ekki í boði núna.Nafnlaus,“Lögfræðilega skildan var og er í gegnum innstæðutryggingasjóðinn og það stendur skýrt í EES regluverkinu að hann sé einungis virkur þegar aðeins einn banki fellur, en ekki þegar bankakerfi heillrar þjóðar fellur. Bretar og Hollendingar borguðu þessar innistæður, án þess að tala við okkur áður…“Hér er aðeins um innistæðutrygginasjóð eins banka að ræða, Landsbankans. Þess vegna kemur kerfishrun þessu ekkert við.Íslenska ríkisstjórnin fullvissaði Breta og Hollendinga um að hún myndi ábyrgjast þessar greiðslur. Alistair Darling taldi sig hafa samning við ríkisstjórn Íslands um þetta.Ef Íslendingar vilja áfram teljast ábyrg þjóð á meðal þjóða segja þeir að sjálfsögðu JÁ í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

  • Anonymous

    Ég hef verið afar mikið á báðum áttum í þessu máli. Ég er sammála Rögga að því leitinu til að þetta er ekki vinstri-hægri mál. Hins vegar nálgast ég það úr annarri átt en hann. Það að Bretar óttist mjög þjóðaratkvæðagreiðsluna finnst mér athyglisvert. Ef satt er að atkvæðagreiðslan gæti haft keðjuverkandi áhrif á almenning annarra landa sem finnst ósanngjarnt hvernig alþjóðlegar bankastofnanir haga sér gagnvart þeim væri óskandi að málið yrði fellt. Það gæti ruggað ýmsum bátum og grafið undan ægivaldi hinna alþjóðlegu banka.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur