það er auðvitað þannig að við skiptumst í fylkingar eftir því hvaða stjórnmálaflokki við fylgjum. Flestir reyna að halda í grunnprinsippin sín og styðja sinn flokk þó ekki gangi allt fram eins og maður vill helst.
Núna er sú staða að hér er vinstri stjórn og við hægri menn finnum henni flest til foráttu og svona gengur þetta í hina áttina líka. þetta er kannski ekki alltaf fullkomlega sanngjarnt en er nú svona samt og er meira og minna lögmál.
Ég get því skilið að þeir sem liggja til vinstri og kjósa VG og Samfylkingu styðji sitt fólk og hamist við það að réttlæta það fyrir Guði og mönnum. það stafar af fyrrnefndri trúarsannfæringu og menn skipta ekki svo glatt um Guð.
það er þó á þessum tímapunkti sögunnar sem fylgismenn VG og Samfylkingar hljóta að spyrja sig grundavallarspurninga. Hvernig má það vera að Jóhanna Sigurðardóttir ættlar að sniðganga atkvæðagreiðsluna á morgun? Af hverju getur Steingrímur ekki ekki gengið í lið með þjóð sinni og hætt stuðningi við Svavarsamninginn?
þau segja bæði já. Fjarvera þeirra er ekkert annað en yfirlýsing um það. Þeir sem merkja við þetta fólk í næstu kosningum ættu að hafa þetta í huga. Þetta er fólkið sem reyndi að koma í veg fyrir að þjóðin fái að greiða atkvæði og gékk í lið með andstæðingum okkar í þeirri viðleitni. Um það verður ekki deilt af neinni alvöru.
Á hvaða forsendum er hægt að segja já við þessu fólki í kjörklefanum? Þetta er ekki hægri vinstri spurning. Í þessu tilfelli er trúarsannfæringin ekki inni í myndinni. þetta er svo miklu stærra….
Röggi
Rita ummæli