Sunnudagur 21.03.2010 - 13:34 - 2 ummæli

Stórnarandstaðan er ekki vandinn

Tveir glæsilegir og skeleggir fulltrúar VG voru í silfri Egils í dag, Grímur Atlason og Halla Gunnarsdóttir. Þar var rætt um stöðu ríkisstjórnarinnar í ljósi minnkandi vinsælda hennar.

Viðkvæðið er alltaf það sama, Vandinn er svo stór og hann er öðrum að kenna. Og svo er talað um stjórnarandstöðuna. Hún er þetta og hitt og sýnir ekki samstöðu. Sem er reyndar alveg sérlega ónákvæmt enda hefur stjórnarandstaðan hlaupið undir bagga þegar stjórnin hefur reynt af öllum mætti að klúðra.

En það er vissulega hægt að bera það á stjórnandstöðuna að hafa ekki viljað gera það sem þessi stjórn hefur gert. Skattahækkanir á þurrausinn fyrirtæki og einstaklinga eru einu bjargráðin á meðan skjaldborg er slegin um suma auðmenn.

VG reyna af öllum mætti að stöðva allt sem gæti aukið atvinnu og hagsæld og það mun engin stjórnarandstaða taka þátt í því þó Samfylking geri það. Vandi þjóðarinnar nú er ekki stjórnandstaðan heldur ríkisstjórnin og aðgerðaleysið.

það er mergurinn málsins.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    Vandamál ríkisstjórnarinnar er fyrst og fremst það að stefnumál, hvors stjórnarflokks fyrir sig, er algjörlega á skjön við stefnumál, hins flokksins. Nægir þar að nefna ESB umsókn Samfylkingar, sem í raun tefur einnig lausn Icesavedeilunnar, og svo má nefna frá hendi VG þær hindranir sem umhverfisráðherra hefur sett upp gagnvart atvinnuuppbyggingu ásamt andstöðu Vg við flest það sem lýtur að atvinnuuppbyggingu á Reykjanesi.

  • Anonymous

    Og þá er gaman að segja frá því að nú er ekki nema vika síðan Þorgerður Katrín sagði í sprengisandi á bylgjunni að ein meginástæðan fyrir bankahruninu væri að stjórnaranstaðan hefði ekki sýnt neitt aðhald.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur