Ingibjörg Pálmadóttir útskýrir hlutafjáraukningu 365 í viðtali og fer þar á kostum. Hún vinnur eftir hinni nýju línu „ykkur kemur það ekki við“. Nú eru hluthafar 365 þöglir eins og það er kallað og hafa engin áhrif og skiptir því ekki máli hverjir þeir eru. Getur einhver hjálpað mér að skilja þessa röksemdafræði?
Fyrir þá sem ekki vita er Ingibjörg eiginkona Jóns Ásgeirs sem á þetta allt með húð og hári mínus skuldir við þjóðin fær að gleypa reglubundið og hefur gert árum saman. Vel má vera að Jón Ásgeir sé þögull nú um stundir en látið það ekki blekkja ykkur.
Ingibjörg má kalla þessa hlutafjáraukningu hvað sem er en allir vita hver á fyrirtækið og ræður þar ríkjum. Og þannig vill þjóðin hafa hlutina. Innrásarvíkingur númer eitt fær að eiga alla helstu fjölmiðla landsins eins og ekkert hafi í skorist.
Ég mæli með því að hver og einn setjist niður og hugsi um það hverjir bera ábyrgð á því. Svarið getur ekki komið á óvart…
Röggi
Ert þú ekki viðskiptavinur hjá þeim??
Davíðshrunið í hnotskurn, í máli og myndum.Must see:http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs
…. og þannig vill þjóðin hafa hlutina?Einmitt það já – við viljum kannski líka að auðrónarnir fái milljónir í laun á mánuði? að útbrunninn mafíos ritstýri Mogganum í skjóli LÍU?Að Fons skúrkurinn búi í villu og Björgólfarnir lifa lúxus lífi? Þú skalt tala fyrir þig karlinn minn en ekki mig.
Ekki nóg með að Jón Ásgeir sé þögull heldur er eins og skötuselstranturinn á Skranfylkingunni stíflist um leið og talið berst að Jóni Ásgeiri og Baugsmafíunni, sem er skrítið nema að Skranfylkingin þori ekki segja svo sem eitt styggðaryrði um Baug af ótta við að skíturinn af samkrulli Skranfylkingarinnar og Baugs velli upp á yfirborðið á síðum DV og fréttablaðsins.