Mánudagur 12.04.2010 - 22:02 - 1 ummæli

Áhrifamáttur fjölmiðla fyrr og nú

Margt hefur verið sagt um skýrsluna og margt er ósagt og ég veit eiginlega ekki hvar skal byrja. Það síðasta sem Tryggvi Gunnarsson sagði í sjónvarpinu í kvöld fannst mér áhugavert. Hann minnti á að við öll hefðum tekið þátt eða verið með í hugsuninni sem var nauðsynleg bönkunum og eigendum þerirra. Þessu er ég sammála.

Og ég hef margsagt að einn mikilvægasti þátturinn í því að þjóðin tók dansinn með skúrkunum er að þeim voru tryggð yfirráð yfir fjölmiðlum og þar með réðu þessir aðilar almenningsálitinu og umræðunni. Geta einhverjir verið þessu ósammála nú?

Þessir að kónar höfðu engar áhyggjur af vonlausum rekstrartölum enda aðgengi að lánum og afskritum yfirdrifið. Í krafti fjölmiðla sinna og með stuðningi þeirra sem ekki vildu hreyfa við lögum um eignarhald á fjölmiðlum tóku þessir aðilar svo til óspilltra málanna.

það er svo umhugsunarefni af hverju þeim sem stjórna landinu núna hefur ekki dottið í hug að reyna að koma í veg fyrir að Jón Ásgeir eigi fjölmiðla sína enn á meðan Björgúlfur missti sína. það hljóta að vera fleiri en ég sem velta því fyrir sér….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Þetta er bull hjá þér og óskhyggja.Þeir sem þú átt við réðu ekki Morgunblaðinu og RÚV. Þetta voru þeir fjölmiðlar sem voru hvað áhrifamestir, þar til DO tókst að rústa Mogganum og gera akkúrat það gera það sama og JÁJ hefur gert með Fréttablaðið.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur