Þriðjudagur 13.04.2010 - 21:38 - 7 ummæli

Gleymum okkur ekki í leðjuslag um pólitík

Það var svosem viðbúið að menn færu í skotgrafir og skiptust í lið eftir útkomu skýrslunnar. Menn halda með sínum og sjá allt hjá öðrum. Bloggarar eru flestir eins og liðið sem var kallað fyrir nefndina. þeir sjá enga ábyrgð hjá sínum. kannski er það bara eðlilegt….

það sem er ekki eðlilegt eru tilraunir manna til þess að reyna að finna stóru sökina hjá öðrum en bankaræningjunum. Gallað eftirlitskerfi og hálfónýt stjórnsýsla er glæpalýðnum sem rændi bankana okkar engin vörn. Vanþekking, vankunnátta eða vanmáttur kerfisins er æpandi í skýrslunni og er auðvitað hörmuleg niðurstaða. En…

…þeir sem sá ekki muninn á mistökum stjórnvalda, stundum heiðarlegum, og auðgunarþjófnaði eigenda bankanna eru í miklum vanda. Af því að það var hægt að fremja glæpinn er þá eðlilegt að hann sé framinn??

Ætlum við bara að hundelta vanhæfa opinbera starfsmenn og stjórnmálamenn sem stóðu vaktina ekki nógu vel en láta þá sem sitja uppi með peningafjallið sem við skuldum ganga lausa? Ég spyr?

Með hverjum standa þeir sem reyna að koma vörnum fyrir eigendur og stjórnendur bankanna með tali um að vegna þess að enginn sá glæpinn eða bannaði mönnum beinlínis að ræna bankanna að þá sé sökin ekki til?

Ég efast ekki um að Davíð og Jónas Fr og Geir og Ingibjörg og Björgvin G eða hvað þetta fólk allt heitir muni fá það sem því ber. Ég hef meiri áhyggjur af Jóni Ásgeir og Björgúlfum og bakkabræðrum og Kaupþingseigendum og því liði öllu. Hvers vegna er þetta fólk enn þar sem það er?

Gleymum okkur ekki svo í pólitískum leðjuslag að að við sjáum ekki hverjir græddu því ég get ekki séð að fólkið í opinberu stjórnsýslunni hafi gert sín mistök til að moka undir sjálft sig fjárhagslega. Gerum upp og lærum en munum það sem nefndarmenn segja.

það er fámennur hópur bankaræningja sem kom okkur á kaldan klaka. Þeirra er sökin og þeir högnuðust en allir aðrir tapa. Hættum að reyna að verja þetta lið með því að gera hrunið að pólitík.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Anonymous

    Ég er alveg hjartanlega sammála þér.Auðvitað er einblínt á það fólk sem er til staðar til viðtals ofl, sem eru pólitíkusar ofl…en hvað með bankamennina, sem þáðu ofurlaun vegna mikillar ábyrgðar? Hvar er sú ábyrgð nú? Þeir eru allir erlendis, búnir að flytja lögheimili sitt og vilja væntalega ekki kannast við neina ábyrgð.

  • Anonymous

    Útskýrðu fyrir mér hvernig þetta blogg er eitthvað öðruvísi en önnur blogg sem komið hafa fram eftir útgáfu skýrslunnar. Hvað gerir þennan pistil þinn eitthvað minni leðjuslag en aðrar skoðanir.

  • Anonymous

    Gleymum ekki þeim sem rændu bankanna!Gleymum heldur ekki þeim sem gerðu þessum auðrónum kleift að ræna bankanna!

  • Anonymous

    heyrðu nú kallinn, allt byrjar þetta nú á pólitík, lélegir pólitíkusar,einkavinir,fámennisklíkur,póltískar stöðuveitingar sbr.þegar Árni Matt skipaði son DO í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands skoðaðu þetta t.d. ef þetta hefur algjölega farið framhjá þér;http://www.visir.is/article/20071221/FRETTIR01/71221066svo maður tali nú ekki um einkavinavæðingu bankanna eins og nú er komið í ljós.það var nákvæmlega svona pólitískt leðjusamkomulag sem varðaði veginn fyrir þessu HRUNI !Meira og minna allt í boði Sjallanna !Hvar í fjandanum hefur þú verið sl. 18 ár eða svo ?

  • Aðalpersóna skýrslunnar hefur verið í pólitík í meira en 30 ár. Efni skýrslunnar er hápólitískt. Hvað réði því til dæmis að Halldór og Davíð handstýra sölu bankanna í hendur manna sem aldrei höfðu nálægt bankarekstri komið. Ég er opinn fyrir tilgátum en dettur ekki í bili annað í hug en: spilling (pólitík) eða vankunnátta. Það dettur engum manni í hug að þessir menn séu heimskir og lögfræðingur og endurskoðandi ættu að geta séð hættuna af reynsluleysi kaupendanna fyrir. Það er engin skynsamleg rök að finna fyrir því að selja þessum hópum önnur en pólitísk hrossakaup.

  • Anonymous

    Ef þetta væri bara vanhæfni væri kannski hægt að láta það líta það einhverjum mildum augum en þetta var það bara ekki. Þetta var spilling sem grasseraði hérna í fjölda ára og Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur veltu sér upp úr eins og svín í drullu. Baldur Guðlaugs er ekki hundruðum milljóna ríkari örfáum árum eftir að hann kom að einkavæðingu bankanna sökum vanhæfni er það?

  • Við þurfum ekki að velja, Röggi; við getum „hundelt“ báða / alla aðila. M.a.s. eru það ólíkir aðilar sem eiga að ákæra og dæma annars vegar útrásarvíkinga og meðreiðarsveina (sérstakur saksóknari og almennir dómstólar) og ráðherra (Alþingi og Landsdómur) hins vegar. Aðrir embættismenn falla hins vegar undir fyrrnefnda kerfið.Sjá blogg mitt hér: http://blog.eyjan.is/gislit/2010/04/13/gratonar-eda-svarthvitt/#comment-142

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur