Fimmtudagur 22.04.2010 - 13:53 - 4 ummæli

Sumarávarp Jóns Ásgeirs

Þeir ryðjast nú fram hver á fætur öðrum útrásarvíkingar og rita greinar um iðrun sína og eftrisá. Allar eiga þær það sameiginlegt þessar greinar að þar er enga iðrun að finna heldur miklu frekar svekkelsi yfir þvi að endir skuli bundinn á ránsherferð þeirra um eigur Íslendinga.

Jón Ásgeir gaf okkur fallegt sumarávarp í blaðinu sínu í dag. Hann getur vart á heilum sér tekið drengurinn ef eitthvað er að marka pistilinn. Og allt segist hann gera til að hjálpa til. En peninga á hann víst hvergi til….

Er þetta ekki maðurinn hennar Ingibjargar Pálmadóttur sem galdraði fram 1 000 milljónir svo drengurinn mætti eiga fjölmiðlana áfram? Þetta er gaurinn sem hótar því að opna nýja verslunarkeðju ef hann má ekki fá Haga aftur. Er þetta ekki strákurinn sem er í allskonar málaferlum við Íslensku bankana sem berjast af veikum mætti við að koma undir sig fótunum?

Þetta er náunginn sem færir „eignir“ sínar hvort sem þær eru bílar eða fjölmiðlar á milli kennitala 5 sinnum á ári svo við komumst ekki í þær. Þessi gæi er að reyna að kaupa allt sem hann setti á hausinn hér heima aftur, og það á slikk. Stundum fær hann ótengdan aðila eins og konuna sína til að leppa fyrir sig, stundum pabba sinn eða útlendinga sem skulda bönkunum líka…..

Þetta gott fólk, er Jón Ásgeir sonur Jóhannesar Jónssonar. Sami gamli siðspillti maðurinn og hann hefur alltaf verið. Látið ekki blekkast gott fólk. Íslensk þjóð hefur gert það of lengi. Nú er mál að linni….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Ég held að fáir kaupi við þessu klóri þeirra nú orðið. Sérstaklega ef vaktin er staðin – hafðu þökk fyrir.

  • Anonymous

    nákvæmlega, aumur skítur þarna á ferð. Nei takk Jón Ásgeir, ekki koma að endurreisn íslensk efnahagslífs.

  • Anonymous

    Allir vita að kauði stílaði þetta ekki sjálfur. Hefur leigupenna. Greiðir vel. Síðan á lýðurinn að taka upp vasaklúta !

  • Anonymous

    Góður pistill og þarfur. Maður spyr hvort við almenningur ættum ekki að senda Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími, þennan pistil og þann sem amx er með um hvernig sá sem ekkert tengist Högum þ.s. Jón Ásgeir getur látið Haga kaupa Range Rover bíl fyrir sig?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur