Miðvikudagur 28.04.2010 - 13:09 - 1 ummæli

Fjármál og pólitík

Fjármál og pólitík. Stórhættulegt samband og vandmeðfarið og við hér á okkar litla landi kunnum svo lítið að setja okkur reglur utan um þetta. Minn flokkur hefur lengi viljað hafa allt leyndó í þessum efnum og það hef ég aldrei verið mér að skapi.

það er beinlínis óhollt og hættulegt að hafa ekki allt upp í borðum í þessum efnum. Ég fæ reyndar ekki betur séð en að hinir flokkarnir ef VG er undanskilið hafi engan alvöru áhuga á að opna bækur sínar og skikka sig og sitt fólk til almennilegra vinnubragða og umgengni við peningastyrki sem sumir kalla reyndar mútur af tómum misskilningi.

Sérlega er gaman að fylgjast með stjórnmálamönnum engjast um þessa dagana með styrki upp á stórfé á samviskunni. Flokkarnir afneita þeim meira og minna og mér finnst það ósanngjarnt. Þetta kerfi var við lýði og allir vissu það þó ábyrgð hvers og eins sé auðvitað til staðar og ekki umflúin.

Auðvitað er alltaf spurning hvar á að setja núllpunktinn og byrja upp á nýtt. Steinunn Valdís fann skemmtilega leið og setti pressu á þingið með því að tala um að ef hún færi niður færu allir á þingi með henni. Snilldarflétta sem gæti jafnvel gengið upp….

Annars er mórallinn þannig í dag að þingmenn mega helst ekki hafa verið í rekstri og þeir mega alls ekki hafa fengið lán í bönkum. það er auðvitað of langt gengið og réttlát reiðin má ekki koma í veg fyrir að við gerum ekki greinarmun á réttu og röngu í þessum efnum.

Í mínum huga verður að byrja á að viðurkenna vandann og setja svo reglur um málið og banna leynd. Hálfvelgjan sem einkennir alla umræðu um þetta núna er auðvitað tilkomin vegna þess að flestir eru undir sömu sökina seldir.

Nú er stutt í næstu kosningar og tilvalið að gera þetta að einu stórmálinu og byrja svo upp á nýtt í þessu eins og svo mörgu öðru.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur