Föstudagur 07.05.2010 - 14:55 - 1 ummæli

Fjölmiðlaskirkus Ólafs Arnarssonar

Ég hvet alla til að lesa kostuleg samskipti þeirra Sveins Andra og Ólafs Arnarsonar á facebook. Ég veit ekki hvað var í matinn hjá þeim í gærkvöldi en eitthvað fór það þvert í spekingana.

Ólafur Arnarsson er merkilegur nagli. Hann skrifar reglulega pistla á pressuna sem rekin er af strangheiðarlegum mönnum og grandvörum. Maðurinn er áheyrilegur mjög og skemmtilegur oft og Agli Helga finnst lika gaman að leyfa honum að mæta í þáttinn sinn til að tala illa um alla aðra bankamenn en Kaupþings.

Mér er í raun sama hvort hann borgað fyrir það eða hvort fjölskyldutengls eða eitthvað þaðan af verra ræður því en þannig er það bara.

Ólafur segist skrifa fyrir hugsandi fólk en það er öðru nær. Hann treystir á að nógu endurtekin dellan verði á endanum hinn eilífi sannleikur. það er leikurinn sem umbjóðendur hans léku árum saman og virkaði svo ljómandi vel þrátt fyrir hávært andóf hugsandi manna.

Örvæntingin sem skín í gegn hjá honum og hans mönnum þessa dagana eru góð tiðindi fyrir okkur sem erum í hinu liðinu. það segir okkur að PR tröll eins og Ólafur eru kannski að tapa trúverðugleikanum.

Og hugsandi fólki fari nú ört fjölgandi.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Ólafur Arnarson er löngu búinn að tapa öllum trúverðugleika.Hann skrifa í Pressuna til að verja ákveðna hagsmuni, t.d. hagsmuni kúlulánafólksins og þess liðs sem fékk afskrifuð mia.kr. lánin sem það tók til að taka sér stöðu á hlutabréfamarkaðinum og gambla þar.Ólafur er í raun fulltrúi þess Íslands sem ríkti hér á árunum 2004-2008 þegar verðbréfasukkið var sem hæst.Hann er greinilega svekktur út í Davíð og ástæður fyrir því þurfa ekki að vera margar.Mér dettur í hug að það sé vegna þess að hann fékk ekki að komast til metorða í gegnum Sjálfstæðisflokkin.Etv. er Ólafur Arnarson svekktur líkt og Hreinn Loftsson, sem sennilega hefur ætlað sér að fá feita bita í allri einkavæðingunni sem hér var upp úr 2000, en ekki fengið neinn feitan bita, og því gengið í lið með fjandmönnum Davíðs til að leita hefnda.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur