Þriðjudagur 08.06.2010 - 11:24 - 1 ummæli

Prnisippin hans Lúðvíks

Lúðvík Geirsson er hreint ótrúlega prinsippslaus stjórnmálamaður. Maðurinn er viðkunnanlegur í alla staði en sem pólitíkus gersamlega handónýtur. Það sannaði hann eftirminnilega þegar hann þorði ekki að standa við samning sem hann gerði um stækkun álversins í Hafnafirði. Kannski voru einhverjir búnir að gleyma því hversu Lúlli bæjó getur verið pólitískt léttvægur.

Lúðvík lagði allt undir í kosningabaráttu Samfylkingar í Hafnarfirði. Spunameistarar drógu fram alla frasana og Lúlli lagði störf sín óhræddur í dóm kjósenda. Allt annað en áframhaldandi meirihluti væri ósigur og skýr skilaboð. Barráttusætið tekið og allt var þetta stórmannlegt og strangheiðarlegt.

Söguna þekkjum við og Lúðvík var kjöldreginn og dómur féll af þunga. Engum manni flaug í hug að niðurstöðuna þyrfti að ræða frekar og næstu skref augljós enda Lúðvík lýðræðislega þenkjandi maður sem ber virðingu fyrir sjálfum sér og kjósendum.

Pólitísk og persónuleg niðurlæging Samfylkingarinnar og Lúðvíks er fullkomnuð nú þegar fulltrúi VG tryggir honum áframhaldandi starf sem bæjarstjóra næstu 2 árin.

Hvenær sigra menn í pólitík og hvenær tapa menn? Um það getum við þrasað út í hið óendanlega en í þessu máli liggur allt fyrir. Kjósendur voru hafðir að fíflum og allir tapa.

Og hér er ekki verið að grínast neitt….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Mjög rétt hjá þér.Prinsipp Samfylkingarinnar eiga við um alla hina en EKKI fulltrúa flokksins.Hrikalegur flokkur og þjóðinni dýr á alla vegu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur