Fimmtudagur 10.06.2010 - 20:39 - 1 ummæli

Stjórnarandstæðingur í ráðherrabíl

Auðvitað er alveg eðlilegt að ráðherrar takist á um mál og á stundum þurfa menn að gefa eftir í stórum hjartans málum. Flokkar geta verið ólíkir og snúið að smyrja stefnuna saman. Ekki eru allir dagar góðir í svona samstarfi. Þess vegna hafa menn brugðið á það ráð að setja saman sáttmála um það sem gera skal. Ekki tekst þó alltaf að smíða þá þannig að allir séu sáttir en afar sjaldgæft er einstakir ráðherrar séu beinlínis á móti því sem ákveðið er í slíkum sáttmála. En engin regla er án undantekninga….

Hún hangir hreinlega saman á hræðslunni einni nú orðið þessi ríkisstjórn. Hræðslunni við sanngjarna og tímabæra refsingu kjósenda. það er þeirri stöðu sem Jón Bjarnason kemst upp með að vera stjórnarandstæðingur i ráðherrabíl.

Maðurinn er hreinlega á móti málum sem samið var um í stjórnarsáttmálanum. Hvaða prinsipp ráða því að hann er við ríkisstjórnarborðið? Ég veit ekki hvort þessi fáránlega staða er meira þreytandi fyrir Samfylkinguna eða VG en veit þó að þetta lýsir best stöðunni á heimilinu.

Forystumenn eru komnir á stjá og tala um breiða samstöðu en það stef þekkjum við þegar ríkisstjórnin hefur ekki þingmeirihluta fyrir því sem hún hefur ákveðið að gera. það er í raun ekkert eftir annað en að rifa seglin. það ætti þetta fólk að koma sér saman um öllum til heilla. Um það mál ætti að nást breið samstaða…

Þessi vesalings stjórn mun þó auðvitað ekki koma sér saman um neitt annað en að vera ríkisstjórn. Og vona að allt lagist bara af sjálfu sér áður en hún neyðist til að horfa framan í okkur næst í kjörklefanum.

Og á meðan geta ráðherrar eins og Jón Bjarnason verið með neitunarvald í sérmálum þvert á það sem hann samþykkti þegar hann ákvað að sniðugt væri að vera á ráðherralaunum.

En farsinn heldur líklega áfram…..

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur