Mánudagur 21.06.2010 - 10:09 - 3 ummæli

Lilja sendir Gylfa tóninn

Lilja Mósesdóttir var í viðtali á bylgjunni í morgun. Þar var mál málanna til umræðu, nefnilega dómur hæstaréttar um gengistryggðu lánin. Lilja var brött að vanda og hreinskiptin með afbrigðum.

Hún talaði um 18 mánaða aðgerðaleysi ríkisstjórnar í skuldavanda heimilanna eins og henni kæmi þetta aðgerðaleysi ekki við. Það er vissulega áhugavert að heyra Lilju tala um þetta á þennan hátt enda veit hún manna best hvað er satt og rétt í þessu.

Svo var hún spurð út í ummæli Gylfa Magnússonar sem talar um að dómur hæstaréttar muni hafa jákvæð áhrif á efnahagsmál þjóðarinnar. Þau ummæli virtust koma flatt upp á Lilju sem fullyrti að enginn einn maður hefði lagst eins mikið gegn því að gera eitthvað í skuldavanda heimilanna en einmitt þessi Gylfi Magnússon. Hann hafi ekki mátt heyra minnst á neitt í þá veru að hreyfa við þessum lánum….

Kannski er rétt að minna á í þessu sambandi að Lilja Mósesdóttir er þingmaður VG og formaður efnahags og skattanefndar og er hluti af ríkisstjórn þessa lands. Hún veit því væntanlega hvað hún syngur….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Anonymous

    Sjaldan eða aldrei hefur nokkur ráðherra valdið öðrum eins vonbrigðum og Gylfi.Maður býst svo sem ekki við miklu af pólitískum ráðherrum, þeir eru fyrst og fremst pólitíkusar og hagsmunagæslumenn en maður hafði trú á Gylfa, sérstaklega eftir ræðuna góðu á Austurvelli. En Djísús hvað hann hefur valdið miklum vonbrigðum. Hann einn gerir það að verkum að það verður bið á því að aftur verður sóttur og settur utanþingsráðherra.Þorsteinn Úlfar Björnsson

  • Anonymous

    Gylfi hefur vissulega valdið nokkrum vonbrigðum. En þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Lilja sýnir framsækna takta til að komast í djobbið. Einar

  • Fáum Lilju í stólinn, Gylfi hefur brugðist landslýð.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur