Fimmtudagur 15.07.2010 - 15:23 - 18 ummæli

Örvænting götustráks

Götustrákurinn Jón Ásgeir grípur til gamalla úrræða þegar ekki virðist ætla að takast í einu hendingskasti að fá erlenda dómstóla til að gleypa fjarstæðukenndan málflutning hans.

Nú ræðst hann á persónurnar sem vinna störfin. Honum tókst í baugsmálinu að hræða svo allt systemið hér að ekki var nokkur leið að fá hann sakfelldan og varla saksóttann!. Hann réðist persónulega á alla saksóknara og lögreglumenn sem mögulegt var að nafngreina og fékk til þess fokdýra lögfræðinga….

…í fjölmiðlum sem honum voru tryggðir. Svona gékk þetta árum saman og virkaði á endanum. Og það svo vel að enn eru til fullorðnar konur sem trúa því að Jón Ásgeir og pabbi hans séu bestu synir þessa lands og skilja ekki sífelldar árásir á þá.

Örvæntingin er augljós og opinber þegar Jón Ásgeir leyfir sér að nefna mögulega kyrrsetningu eigna formanns slitastjórnar Glitnis.

Auðvitað er hann að djóka….eða hvað?

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (18)

  • Anonymous

    Vorkenni þér Röggi því að þú færð orðið engin comment og er það vel skiljanlegt þar sem þú ert ávallt á sandkassastiginu í skrifum þínum.Jón Ásgeir og faðir hann Jóhannes eru og hafa alltaf verið ónáð hjá Davíð og Náhirð hans. Það er þeirra aðalsök að ykkar mati.Björgólfsfeðgar, mestu glæpamenn Íslandssögunnar (ásamt Davíð auðvitað), minnist þið ALDREI á enda voru þeir hlýðnir Davíð.Þetta er ekki flókið Röggi og öll ykkar skrif og áróður er rosalega mikið 2007. Virkar ekki lengur því að þjóðin er vöknuð og veit sem er að það er enginn munur á kúk (Jón Ásgeir) og skít (Davíð og fylgismönnum hans úr Náhirðinni).En haltu áfram að skemmta okkur hinum með einhliða og barnalegum skrifum 🙂

  • Anonymous

    Guðmundur 2. GunnarssonSatt að segja er nafnlausum hér að ofan vorkunn fyrir að vera annaðhvort aftaníossi glæpamanns Íslands, eða ekki með greind til skiptanna. „Svo skal böl bæta og benda annað“ eru rök snillinga eins og hans. Sekt eða sakleysi annarra kemur ekki neitt við meintum og dæmdum glæpaverkum tengdum Jóni Ásgeiri. Allt barnalegt útburðarvæl um sekt annarra afglæpir ekki átrúnaðargoðið. Meir að segja DV af öllum birtir afar harðorðan leiðara í dag þar sem þeir hrauna yfir Jón Ásgeir og Baug. Nokkuð ljóst að núna er Baugsmanndrápsfleytan að sökkva, því rotturnar flýja fyrstar sökkvandi skip, – segir sagan.En hvernig er snillingurinn nafnlausi viss um að Björgólfarnir og Davíð eru mestu glæpamenn Íslandssögunnar? Einhverjar vitrænar heimildir eins og frá rannsakendum og skilanefndum komið?Er etv. búið að ákæra og dæma þá? Slitanefnd Landsbankans sem situr í skjóli og umboði Samfylkingarinnar og VG segir að engar líkur eru á að Björgólfur Thor verði ákærður. Ekkert hefur fundist við rannsóknina sem bendir til að hann hafi brotið nokkur lög. Dettur fullyrðingin ekki dauð niður hjá snillingnum nafnlausa? Jón Ásgeir er tengdur meira og minna öllu misjöfnu sem komið hefur upp í rannsókn hrunsins. Getur það verið tilviljun?Vonandi heldur nafnlaus að skemmta okkur hinum með einhliða og barnalegum innleggjum. (O:

  • Anonymous

    Röggi, nafnlausi nr. 1 er alveg með þetta!Sjá hér:http://eyjan.is/2010/07/15/stutt-i-domsmal-fra-slitastjorn-landsbankans-en-bjorgolfur-thor-sleppur/Hver er þessi G2G? Er þetta einhver bastarður frá Hannesi Hó?Það hlýtur að vera því hann er alveg forritaður frá A-Ö.Hann virðist ekki vera búinn að átta sig á því að allir vita, þjóðin, að hagsmunir almennings liggja hjá og í Landsbankanum því hann er í eigu ríkisins en hin hræin eru í höndum erlendra aðila!Landsbankinn lánaði Björgólfi Thor meira en 50 milljarða til þess að hann gæti keypt út aðra hluthafa í Actavis :)Lánabók Landbankans er mikilvægasta en jafnframt best geymda (opinbera) leyndarmálið sem greinilega á ekki að hrófla við.Af hverju?Duh…..Hómer duuuuh.Af því að þar er að finna allar upplýsingarnar sem koma flokkseigendum Sjálfstæðisflokksin og Náhirðarinnar svo illa.Þetta vita allir og hugsa sitt….og bíða og sjá hvort menn haldi virkilega að þeir geti sópað fílnum undir teppið og komist upp með það líka :)Ég held ekki, Röggi!

  • Anonymous

    PS. Æ, Röggi, sorrí.Ég var að fatta hver þessi G2G, nafnlausi er!Þetta er sjúklingurinn sem er einokar síðuna hans Skafta (parket og flísar).Menn segja að þetta sé þessi Bónusstrákur sem var rekinn eftir áratuga starf þar, þessi bastarður Hannesar Hó og varðhvolpur Náhirðarinnar. Ketilsson eitthvað.Sjaldan launar kálfurinn ofeldið :)PS. Ég finn til með þér Röggi, því Þegar svona loserar eru farnir að commenta hjá þér Röggi þá þarft þú að fara athuga þinn gang. Það er ekki beint gæðastimpill 🙂

  • Anonymous

    Frábær frétt um leiðtoga Náhirðarinnar sem haldið eru uppi af LÍÚ, kvotagreifunum, sem er í heilögu stríði gegn þjóð sinni:http://www.dv.is/sandkorn/2010/7/15/timi-davids-halfnadur/Þeir gera sjálfir upp í evrumsjá hér:http://www.pressan.is/Article.aspx?artID=21555&catID=5 en vilja, ásamt Náhirð Davíðs, þvinga almenning áfram til þess að nota krónuna svo þeir geti haldið þrælunum við efnið á meðan elítan leikur sér….með Davíð :)Davíð heldur þjóðinni í gíslingu með aðstoða einfeldninga og PR manna sem fá hluta af kökunni á meðan almenningur blæðir út.Góðir

  • Anonymous

    Ætli að Jón Ásgeir sé aftur kominn með menn í vinnu við að skrifa athugasemdir á vefinn?

  • Anonymous

    Framkvæmdastjóri LÍÚ: Höfum engan áhuga á að ganga í ESB þó gert sé upp í evrumliu.isFramkvæmdastjóri LÍÚ segir eðlilegt að nokkur af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins geri upp í erlendri mynt. Tekjur og lán séu í erlendri mynt og sveiflur á gengi krónunnar geti haft mikil áhrif á skuldir fyrirtækjanna.Í Viðskiptablaðinu í morgun er sagt frá því að átta af tíu stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins eru farin að gera upp ársreikninga sína í erlendri mynt. Þar af gera sex af tíu stærstu fyrirtækjunum upp í evrum.Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landsambands Íslenskra Útvegsmanna, segir í samtali við Pressuna að það geti verið betra fyrir útgerðarmenn að gera upp í erlendri mynt ef viðskipti fyrirtækjanna eru í þeirri mynt. Sveiflur á gengi geti haft áhrif á skuldir fyrirtækjanna.Og Friðrik tekur dæmi: Þú kaupir skip á milljarð og tekur lán í erlendri mynt fyrir 800 milljónir króna. Síðan lækkar gengi krónunnar og lánið fer í 1.6 milljarð króna. Skipið er eftir sem áður bókfært á milljarð króna.LÍÚ hefur barist hatrammlega gegn fyrirhuguðum aðildarviðræðum Íslands að ESB. Hann segir að sú staðreynd að útgerðarfyrirtæki geri upp í evrum breyti engu varðandi skoðun sinni á inngöngu í ESB. Hann segir mörg útflutningsfyrirtæki gera upp í erlendri mynt. Friðrik segir orðrétt um ESB: Við höfum nákvæmlega ekkert að gera þangað inn. Það kemur ekki til álita að gefa eftir forræði á auðlindum landsins.Aðspurður um íslensku krónuna segir hann: Krónan hefur sína kosti og galla. Það er hagstjórnin hverju sinni sem ræður því hvernig henni vegnar.

  • Anonymous

    Röggi skrifaði um Jón Ásgeir í þessu bloggi sínu. Afhverju þurfa menn að fara að blanda Davíð og Bjöggunum inn í þessa umræðu?

  • Anonymous

    Ha ha ha!Svona gera menn þetta.1. Kvótagreifarnir sem erum eð allt niðrum sig, hafa veðsett kvótann erlendis, gera sjálfir upp í evrum en vilja samt ekki ESB2. Berjast hatrammlega fyrir því að almenningur geti tekið afstöðu til ESB með villandi upplýsingagjöf á Morgunblaðinu3. Keypti sér stjórnmálaflokk, Sjálfstæðisflokkinn, og nota hann til þess að breiða út boðskapinn og villutrú(Af hverju lítur Ríkisendurskoðun ekki á styrki útgerarðinnar til að halda úti tapi Morgunblaðisins sem pólitíska styrk? Það liggur í augum uppi)4. Krefjast þess að almenningur sé með laun í krónum og aurum, með verðtryggingu á öllu svo að hinn sami almenningur eignast aldrei neitt og borgar t.d. húsnæðislánin sín margfalt á við aðra Evrópubúa.5. Svo fellur elítan krónuna þegar illa árar fyrir þá og þeir leiðrétta kúrsinn (græða) og almenningi blæðirÞetta er svo mikil snilld að annað eins hefur ekki sést…ekki einu sinni hjá Jóni Ásgeiri :)Þökk sé hrunameistaranum Davíð, Kjartani Gunn, Birni Bjarna og Hannesi Hó….og kjósendum sem kusu óþverran yfir sig og búa nú í skuldahlekkum til allrar framtíðar.Þetta er svona sleeping with the enemy dæmi og gott að fólk fái að finna fyrir eigin heimsku…verst að við hin þurfum líka að gera það.En þetta er að breytast enda eru þessir menn á síðustu metrunum allir saman 🙂

  • Anonymous

    20 ára valdatímabil Davíðs Oddssonar var upphaf allrar ógæfur þjóðarinnar!Bjó til þetta skítakarma sem þjóðin er að glíma við núna.Jón Ásgeir er hrein og klár, skilgetin, afurð stefnu Davíðs Oddssonar.Það sama á við um Björgólfsfeðga!Stjórnmálamaðurinn Davíð Oddsson hannaði, útfærði og hleypti af stokkunum samfélagsbreytingum sem fæddi af sér þessa aðila, þetta hugarfar græðgi og yfirborðsmennsku!Þetta kerfi spillingar, þöggunar og drottnunargirni!Þjóðin valdi þetta, kaus þetta yfir sig, og greiðir nú fyrir vitleysuna!Kjósendur geta því ekki bara kennt Davíð og svokallaðri Náhirð hans um heldur verða að líta í eigin barm og spyrja sig af hverju þeir héldu þeim við völd allan þennan tíma.Það er alveg ljóst fyrir mér, sem fyrrverandi stuðningsmanni og aðdáenda Davíðs, að ég hafði rangt fyrir mér og stefna Davíðs leiddi á endanum þjóðina fram af hengifluginu þó hann hafi sjálfur hent sér frá borði rétt áður.Davíð Oddsson bar og ber enn ábyrgð á óförum þjóðarinnar. Hann bítur nú höfuðið af skömminni með því að vinna með landráðamönnunum í LÍÚ gegn hagsmunum almennings. Þetta er bara sorglegt. Hann hefur einnig eyðilagt orðspor Sjálfstæðisflokksins og sett eigin hag ofar hag flokksins og stefnu hans. Enda er flótti úr flokknum.Það er ekki hægt að tala um menn eins og Jón Ásgeir og Björfólfsfeðga öðru vísi en að tala um leið um Davíð. Enda er hann í raun guðfaðir þeirra og þess sem þeir standa fyrir.

  • Anonymous

    Röggi talar um Jón Ásgeir, og einhverjir stökkva upp og fara að úða yfir LÍÚ af því nokkrar útgerðir setja ársreikningana sína upp í erlendri mynt, og telja LÍÚ þar með vera tvísaga í ESB málinu.Staðreyndin er einföld. LÍÚ og restin af þjóðinni er á móti því að ESB komist með puttana í fiskveiðikvótann. Bitur reynsla ESB sínir að þeir kunna nákvæmlega ekkert að fara með fiskinn í sjónum. Frekar slappt hefur það verið hér, en hátíð á miðað við það sem gerst hefur á Spáni, Portúgal, við Bretlandseyjar og víðar. Sama er að gerast með Magma málið. Nú virðast menn geta komið bakdyramegin inn í EES, opnað pósthólf á pósthúsi í úthverfi í Gautaborg, og þar með orðnir að skandinavísku orkufyrirtæki. Það var nefninlega það!!!!!!Mál Jóns Ásgeirs fá bara sína meðferð. Honum er að sjálfsögðu í sjálfsvald sett hvort hann fari í mál við einhvern eða ekki. Það er hans réttur, þó mörgum, sérstaklega þeim sem eru lengst til vinstri eða hægri í stjórnmálum þyki það vera óþarfi að hafa lýðræði mikið að vefjast fyrir stjórnarháttum.Líklega er orðið erfitt fyrir hjá Jóni Ásgeiri. Þeim virðist fækka stöðugt sem eru tilbúnir að verja hann. Munar mest um að það er eins og Samfylkingin vilji ekkert kannast við Baug þessa dagana, skjaldborg samfylkingarinnar var slegið um Baug á sínum tíma. Nú á kannski að nota skjaldborgina fyrir fólkið. Hugsanlega virkar skjaldborg samfylkingar bara alls ekki, alveg sama hvort það sé Baugur eða fólkið í landinu. Hópurinn sem stýrir samfylkingunni er nefninlega samansafn af vonlausu liði.

  • Anonymous

    Guðmundur 2. GunnarssonÞað er sérstaklega skemmtilegt að lesa pistla sem tengjast Jóni Ásgeiri, vegna hversu herfilega honum tekst til með varnarmenn eða það sem er kallað Baugsaftaníossar sem mæta í eitthvað sem á að vera honum til aðstoðar. Mannvitsbrekka á hans vegum sem eðlilega kallar sig nafnlaus er með málið á hreinu. Bjöggarnir eru glæpamenn. Jú Landsbankinn er í eigu ríkisins og undir eftirliti Baugsfylkingarinnar og VG sem hafa þá einhverjum stórkostlegum hagsmunum að gæta að sleppa auðrónanum. Nafnlaus heldur að erlendir lánadrottnar tengist ekki Landsbankanum og þess vegna fer ekki nein vitræn rannsókn fram. Það vill svo til að hinir bankarnir 2 voru líka teknir yfir af ríkinu og eru ennþá í eigu þess þó svo að einhverju leikriti stjórnvalda um eignarhlut erlendra lánadrottna sem síðan kom í ljós að voru aðeins enn einar raðlygar stjórnvalda. Það eru útlendingar sem stjórna þar heldur einfeldningurinn nafnlausi. Enda er hann skriðin úr enda Jóns Ásgeirs eins og svo mörg fíflin. Eigandinn ekki beint þekktur fyrir vitsmuni til útflutnings, svo við hverju er hægt að búast með ómerkilegan aftaníossa? Ef skilanefnd Landsbankans hefur ekki fundið neitt til að kæra Björgólf Thor fyrir, þá er það vegna þess að þeir sjá ekkert sem hann hefur gert sem varðar við lög. Flóknara er málið ekki, þó svo nafnlaus Jóns Ásgeirs hafi ekki vitsmuni til að skilja slíkt. Hann er jú búinn að rannsaka innri málefni bankans í að verð 2 ár, og sjá fjölda atriða sem hann vill kæra hann fyrir. Djöfull er nú Björgólfur heppinn að það er ekki einhverjir Baugsaftaníossar og hálfvitar sem gelta fyrir Jón Ásgeir sem eru rannsakendur, saksóknarar, verjendur og dómarar. Allt í einum Bónuspakka. Við hin treystum á réttarríkið virki og það þá líka fyrir hann og aðra eins og Björgólf Thor sama hvað okkur kann að þykja í vænisýki eða víðáttuheimsku.Skýring fyrir einfeldning á vegum Jóns Ásgeirs sem veit augsýnilega fátt og ekkert um að enn öflugri rannsóknaraðilar hafa málefni Björgólfana og Landsbankans í sérstakri rannsókn, með Sérstökum saksóknara og Evu Joly og hennar fólki.:DV.is 18. október 2009„SFO RANNSAKAR LANDSBANKANN OG KAUPÞING“„SFO hefur einbeitt sér að Kaupþingi eftir að lánabók bankans lak á netið.Serious Fraud Office, stofnun sem starfar við hlið efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar og rannsakar meiri háttar efnahagsbrot, hefur ástæðu til að ætla að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í starfsemi Landsbankans og Kaupþings í Bretlandi. Fjögur mál munu vera til skoðunar hjá SFO, þrjú þeirra snúa að Kaupþingi.“Vonandi heldur þessi nafnlaus líka að skemmta okkur hinum með einhliða og barnalegum innleggjum. (O:

  • Anonymous

    Það er sérstaklega skemmtilegt að lesa pistla sem tengjast Jóni Ásgeiri, vegna hversu herfilega honum tekst til með varnarmenn eða það sem er kallað Baugsaftaníossar. Mannvitsbrekka á hans vegum sem eðlilega kallar sig nafnlaus er með málið á hreinu. Bjöggarnir eru glæpamenn. Jú Landsbankinn er í eigu ríkisins og undir eftirliti Baugsfylkingarinnar og VG sem hafa þá einhverjum stórkostlegum hagsmunum að gæta að sleppa auðrónanum. Nafnlaus heldur að erlendir lánadrottnar tengist ekki Landsbankanum og þess vegna fer ekki nein vitræn rannsókn fram. Það vill svo til að hinir bankarnir 2 voru líka teknir yfir af ríkinu og eru ennþá í eigu þess þó svo að einhverju leikriti stjórnvalda um eignarhlut erlendra lánadrottna sem síðan kom í ljós að voru aðeins enn einar raðlygar stjórnvalda. Það eru útlendingar sem stjórna þar heldur einfeldningurinn nafnlausi. Enda er hann skriðin úr enda Jóns Ásgeirs eins og svo mörg fíflin. Eigandinn ekki beint þekktur fyrir vitsmuni til útflutnings, svo við hverju er hægt að búast með ómerkilegan aftaníossa? Ef skilanefnd Landsbankans hefur ekki fundið neitt til að kæra Björgólf Thor fyrir, þá er það vegna þess að þeir sjá ekkert sem hann hefur gert sem varðar við lög. Flóknara er málið ekki, þó svo nafnlaus Jóns Ásgeirs hafi ekki vitsmuni til að skilja slíkt. Hann er jú búinn að rannsaka innri málefni bankans í að verð 2 ár, og sjá fjölda atriða sem hann vill kæra hann fyrir. Djöfull er nú Björgólfur heppinn að það er ekki einhverjir Baugsaftaníossar og hálfvitar sem gelta fyrir Jón Ásgeir sem eru rannsakendur, saksóknarar, verjendur og dómarar. Allt í einum Bónuspakka. Við hin treystum á réttarríkið virki og það þá líka fyrir hann og aðra eins og Björgólf Thor sama hvað okkur kann að þykja í vænisýki eða víðáttuheimsku.Skýring fyrir einfeldning á vegum Jóns Ásgeirs sem veit augsýnilega fátt og ekkert um að enn öflugri rannsóknaraðilar hafa málefni Björgólfana og Landsbankans í sérstakri rannsókn, með Sérstökum saksóknara og Evu Joly og hennar fólki.:DV.is 18. október 2009„SFO RANNSAKAR LANDSBANKANN OG KAUPÞING“„SFO hefur einbeitt sér að Kaupþingi eftir að lánabók bankans lak á netið.Serious Fraud Office, stofnun sem starfar við hlið efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar og rannsakar meiri háttar efnahagsbrot, hefur ástæðu til að ætla að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í starfsemi Landsbankans og Kaupþings í Bretlandi. Fjögur mál munu vera til skoðunar hjá SFO, þrjú þeirra snúa að Kaupþingi.“Vonandi heldur þessi nafnlaus líka að skemmta okkur hinum með einhliða og barnalegum innleggjum. (O:

  • Anonymous

    Guðmundur 2. GunnarssonMannvitsbrekka á vegum Jóns Ásgeirs sem eðlilega kallar sig nafnlaus er með málið á hreinu. Bjöggarnir eru glæpamenn, þó svo að slitanefndin ætli ekki að ákæra Björgólf Thor amk. Nafnlaus heldur að erlendir lánadrottnar tengist ekki Landsbankanum og þess vegna fer ekki nein vitræn rannsókn fram eins og í Glitni með Kroll. Það vill svo til að hinir bankarnir 2 voru líka teknir yfir af ríkinu og eru ennþá í eigu þess þó svo að einhverju leikriti stjórnvalda um eignarhlut erlendra lánadrottna sem síðan kom í ljós að voru aðeins enn einar raðlygar stjórnvalda. Það eru útlendingar sem stjórna þar heldur einfeldningurinn nafnlausi. Enda er hann skriðin úr enda Jóns Ásgeirs eins og svo mörg fíflin. Eigandinn ekki beint þekktur fyrir vitsmuni til útflutnings, svo við hverju er hægt að búast með ómerkilegan aftaníossa? Ef skilanefnd Landsbankans hefur ekki fundið neitt til að kæra Björgólf Thor fyrir, þá er það vegna þess að þeir sjá ekkert sem hann hefur gert sem varðar við lög. Flóknara er málið ekki.Skýring fyrir einfeldning á vegum Jóns Ásgeirs sem veit augsýnilega fátt og ekkert um að enn öflugri rannsóknaraðilar hafa málefni Björgólfana og Landsbankans í sérstakri rannsókn, ásamt Sérstökum saksóknara og Evu Joly og hennar fólki.:DV.is 18. október 2009„SFO RANNSAKAR LANDSBANKANN OG KAUPÞING“„SFO hefur einbeitt sér að Kaupþingi eftir að lánabók bankans lak á netið.Serious Fraud Office, stofnun sem starfar við hlið efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar og rannsakar meiri háttar efnahagsbrot, hefur ástæðu til að ætla að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í starfsemi Landsbankans og Kaupþings í Bretlandi. Fjögur mál munu vera til skoðunar hjá SFO, þrjú þeirra snúa að Kaupþingi.“Vonandi heldur þessi nafnlaus líka að skemmta okkur hinum með einhliða og barnalegum innleggjum. (O:

  • Anonymous

    Tek undir með nafnlausum um tvískinnunginn í þessu máli með evruna og krónuna hjá Náhirðinni.Íslendingar upp til hópa virðast, því miður, bara svo vitlausir að þeir eiga þessa meðferð skilið.Það þarf að skipta um kjósendur í þessu landi því að fólk virðist ekki geta gætt hagsmuna sinna í þessu landi. Hér hefur verið innleidd 3 heims spilling á tímum Davíðs (þeir tímar eru enn) og fólk er bara ekki að fatta þegar verið er að spila með það og hagsmuni þess.“Tek 100% undir eftirfarandi hjá Nafnlausum“:20 ára valdatímabil Davíðs Oddssonar var upphaf allrar ógæfur þjóðarinnar!Bjó til þetta skítakarma sem þjóðin er að glíma við núna.Jón Ásgeir er hrein og klár, skilgetin, afurð stefnu Davíðs Oddssonar.Það sama á við um Björgólfsfeðga!Stjórnmálamaðurinn Davíð Oddsson hannaði, útfærði og hleypti af stokkunum samfélagsbreytingum sem fæddi af sér þessa aðila, þetta hugarfar græðgi og yfirborðsmennsku!Þetta kerfi spillingar, þöggunar og drottnunargirni!Þjóðin valdi þetta, kaus þetta yfir sig, og greiðir nú fyrir vitleysuna!Kjósendur geta því ekki bara kennt Davíð og svokallaðri Náhirð hans um heldur verða að líta í eigin barm og spyrja sig af hverju þeir héldu þeim við völd allan þennan tíma.Það er alveg ljóst fyrir mér, sem fyrrverandi stuðningsmanni og aðdáenda Davíðs, að ég hafði rangt fyrir mér og stefna Davíðs leiddi á endanum þjóðina fram af hengifluginu þó hann hafi sjálfur hent sér frá borði rétt áður.Davíð Oddsson bar og ber enn ábyrgð á óförum þjóðarinnar. Hann bítur nú höfuðið af skömminni með því að vinna með landráðamönnunum í LÍÚ gegn hagsmunum almennings. Þetta er bara sorglegt.Hann hefur einnig eyðilagt orðspor Sjálfstæðisflokksins og sett eigin hag ofar hag flokksins og stefnu hans. Enda er flótti úr flokknum.Það er ekki hægt að tala um menn eins og Jón Ásgeir og Björfólfsfeðga öðru vísi en að tala um leið um Davíð. Enda er hann í raun guðfaðir þeirra og þess sem þeir standa fyrir.“En sem betur fer að eru komnar 1-3 kynslóðir nýrra ungra kjósenda sem hafa ekki látið spila með sig og þekkja spaða þegar þeir sjá hann. Þetta unga fólk á aldrinum 18-30 les hvorki Morgunblaðið né kýs Sjáfstæðisflokkinn á meðan hann er í gíslingu Náhirðar Davíðs og kvótagreifanna í LÍÚ.Þegar menn hugsa til Sjálfstæðisflokksins í dag þá sjá þeir glottandi andlit Hannesar Hó, Davíðs Oddsonar og Kjartans Gunnarssonar!Betri vísbendingu um að flokkurinn sé rotinn er ekki hægt að sjá né finna.

  • Anonymous

    Tek undir þessa greiningu hjá Nafnlausum:1. Kvótagreifarnir sem erum eð allt niðrum sig, hafa veðsett kvótann erlendis, gera sjálfir upp í evrum en vilja samt ekki ESB2. Berjast hatrammlega fyrir því að almenningur geti tekið afstöðu til ESB með villandi upplýsingagjöf á Morgunblaðinu3. Keypti sér stjórnmálaflokk, Sjálfstæðisflokkinn, og nota hann til þess að breiða út boðskapinn og villutrú(Af hverju lítur Ríkisendurskoðun ekki á styrki útgerarðinnar til að halda úti tapi Morgunblaðisins sem pólitíska styrk? Það liggur í augum uppi)4. Krefjast þess að almenningur sé með laun í krónum og aurum, með verðtryggingu á öllu svo að hinn sami almenningur eignast aldrei neitt og borgar t.d. húsnæðislánin sín margfalt á við aðra Evrópubúa.5. Svo fellur elítan krónuna þegar illa árar fyrir þá og þeir leiðrétta kúrsinn (græða) og almenningi blæðirÞetta er svo mikil snilld að annað eins hefur ekki sést…ekki einu sinni hjá Jóni Ásgeiri :)Þökk sé hrunameistaranum Davíð, Kjartani Gunn, Birni Bjarna og Hannesi Hó….og kjósendum sem kusu óþverran yfir sig og búa nú í skuldahlekkum til allrar framtíðar.Þetta er svona sleeping with the enemy dæmi og gott að fólk fái að finna fyrir eigin heimsku…verst að við hin þurfum líka að gera það.En þetta er að breytast enda eru þessir menn á síðustu metrunum allir saman 🙂

  • Anonymous

    Davíð Oddsson við Bloomberg um bankana: Munum grautast í gegnum þettaTelegraphDaginn, sem Davíð Oddsson tilkynnti heiminum um risalán til Íslands frá Rússlandi upp á 4 milljarða evra og festi gengisvísitöluna í 175, og þurfti að bakka með hvoru tveggja, átti hann símaviðtal við Bloomberg fréttastofunna, sem birtist í fréttatíma sjónvarpsstöðvar Bloomberg.Eitthvað virðist íslenski seðlabankastjórinn ráðvilltur í þessu viðtali, sem passar vel við framburð hagfræðings hjá Seðlabankanum fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, sem sagði að Seðlabankinn hefði verið „fullkomlega stjórnlaus“ í hruninu og þar á eftir.Dagurinn var 7. október 2008. Um kvöldið kom Davíð í Kastljós og lýsti því margfaldlega yfir að Íslendingar myndu ekki borga skuldir bankanna í útlöndum. Daginn eftir settu Bretar hryðjuverkalög á Landsbankann og settu dótturfélag Kaupþings í Bretlandi í greiðslustöðvun.Davíð játaði í viðtalinu á sig ofsögn um risalán frá Rússlandi og sagði það alfarið sök íslenska Seðlabankans, að tilkynnt hefði verið um að lánið hefði þegar verið veitt. Þessi sök verður að leggjast öll á Davíð sjálfan, þar sem enginn annar í Seðlabankanum kannast við þetta lánsloforð Rússlands.Í viðtalinu við Bloomberg er augljóst, að Davíð er mikið í mun að koma því á framfærði, að það hafi verið ofsagt, að lánið væri í höfn. Davíð byrjar á því að segja, að það hafi verið „eilítið ofsagt,“ að lánið hafi verið í höfn (lánið, sem Davíð tilkynnti sem öruggt risalán til Íslands að morgni þessa sama dags).Í samtalinu við Bloomberg tók Davíð á sig (eða íslenska Seðlabankann) ábyrgðina á því að því hefði verið haldið fram, að búið væri að ganga frá láni frá Rússlandi upp á 4 milljarða króna. Hann sagðist hins vegar vera bjartsýnn á að gengið yrði frá lánveitingu fljótlega þar sem viðræður myndu fljótlega hefjast. Einhver bið virðist hafa orðið á því að þær viðræður hæfust.Við höfum ekki fengið mikla hjálp frá vinum okkar á Vesturhveli fyrir utan skiptasamninga við norrænu seðlabankana.Davíð varð tíðrætt um að skuldastaðan væri þrátt fyrir allt góð:Íslenska ríkið er skuldlaust þó að íslenskir aðilar skuldi peninga. Við tökum þetta bara eitt skref í einu.Davíð lýsti ánægju sinni með íslensku bankana:Ég held að bankarnir okkar hafi staðið sig vel í ljósi þess, að það lánsjármarkaðir hafa verið lokaðir í heilt ár.Svo komu óborganleg lokaorðin:Ég er viss um að við munum grautast í gegnum þetta…Svona yfirlýsingar frá Seðlabankastjóra eru sennilega ekki fallnar til að byggja traust markaðarins á Seðlabankanum eða Íslandi yfirleitt. Þetta er þó lýsingin, sem Davíð Oddsson kaus að gefa Íslandi:Við munum grautast í gegnum þetta.Er nema von, að illa skyldi fara hjá Davíð í Seðlabankanum? Svona yfirlýsingar skýra margt, m.a. hvernig Seðlabankanum tókst að rústa íslensku krónunni og setja allt fjármálakerfi landsins á hliðina.Venjulegir Íslendingar súpa seiðið af apaspili Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum á meðan hann situr eins og blóm í eggi í Hádegismóum, í boði ekkjunnar stálheppnu úr Vestmannaeyjum, og berst fyrir fortíðinni og gegn staðreyndum. Það verður væntanlega mikið stríð áður en yfir lýkur.

  • Anonymous

    He he he!Meðan þjóðin telur sig eiga vini og velgjörðarmenn í Náhirðinnni þá þarf hún ekki á neinum óvinum að halda!Jón Ásgeir, Björgófsfeðgar og Íslenska Efnahagsundrið (hrunið) er skilgetið, DNA, afkvæmi Davíðs Oddssonar og stefnu hans.Það er ENGINN sem neitar því nema Náhirðin auðvitað enda er hún hirð í kringum Davíð sem lifir í voninni um að meistarinn verðlauni þá fyrir siðleysið að reyna afvegaleiða þjóðina og umræðuna!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur