Laugardagur 24.07.2010 - 23:00 - Rita ummæli

Össur utanríkis er í undarlegri stöðu. Hann endasendist heiminn þveran og endilangan og reynir að sannfæra sjálfan sig og aðra um að stuðningur við ESB sé að aukast bæði hjá þingi og þjóð. Össur veit eins og aðrir að það er þvættingur.

En hvað annað getur hann gert? Þetta er stóra mál Samfylkingar og nánast það eina og tæknilega séð er hann bara að framfylgja „vilja“ þingsins og að vinna eftir stjórnarsáttmála.

Ég kenni í brjósti um Össur og raunar finn ég á undarlegan hátt til með Samfylkingunni að sitja svona pikkföst í ríkisstjórn sem getur ekki unnið saman en kann ekki og getur ekki hætt þó að flestum hljóti að vera augljóst að ekkert er eftir annað en óttinn við uppgjörið við kjósendur.

Félagi Össur velur skemmtilega leið til að fá útrás fyrir gremjuna vegna hverfandi stuðnings við aðild að ESB. Hann les Sjálfstæðisflokknum pistilinn hvenær sem hann getur þegar reiðin er klárlega í garð VG. Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki í veginum heldur samstarfsflokkurinn.

Óbrúanlegt bil milli flokkanna í þessu máli og raunar fleirum eins og við sjáum er orðið svo mikið vandamál að lífdagar stjórnarinnar eru í raun taldir. Nú er bara beðið eftir hentugri leið til að slíta.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur