Miðvikudagur 28.07.2010 - 12:49 - 1 ummæli

Skuldir umboðsmanns

Allt ætlar um koll að keyra vegna skipunar Rúnólfs Ágústssonar í embætti umboðsmanns skuldara. Árni Páll gerir auðvitað eins og alltaf er gert sama hver á í hlut. Hann finnur einhvern samflokksmann hentugan og munstrar hann í starfið. Það er eitt…..

….hitt er að Runólfur hefur persónulega reynslu af því að skulda og það sem meira er, að borga ekki. Ég veit ekkert hvort eitthvað óeðlilegt var á seyði þegar hann kom sér upp þessum skuldum eða hvort maðkur var í mysu þegar þær voru afskrifaðar og vonandi eru eðlilegar skýringar til rétt eins og hjá meginþorra þjóðarinnar….

…sem eru einmitt umbjóðendur skuldarans og Samfylkingarmannsins Runólfs. Hvernig verða menn hæfir í svona djobb? Eða óhæfir með öllu? Ég bara er ekki viss.

Nú er vandlifað.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Alltaf þegar maður heldur að Samspillingin komist ekki lengra tekst henni að toppa sig.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur