Fimmtudagur 05.08.2010 - 15:35 - 7 ummæli

Egill Helgason í dag

Stundum er gaman að Agli Helgasyni og í dag skrifar hann spunagrein um krísur stjórnmálaflokka. Allt er gott um það að segja en hvernig hann getur komist hjá því að nefna Samfylkinguna þar á nafn er mér hulin ráðgáta…og þó, hvernig læt ég?

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Anonymous

    Það er einföld skýring á þessari ráðgátu. Þú hefur bara ekki lesið alla greinina, því fjórflokkurinn, og þar með talin Samylking, er þar allur nefndur á nafn. Undir lokin stendur:“Það er ekki þar með sagt að í Samfylkingu og Framsóknarflokki sé tóm hamingja, því fer fjarri. En þessir flokkar virðast þó hanga saman.“http://silfuregils.eyjan.is/2010/08/05/flokkar-i-krisu/Önnur möguleg skýring er auðvitað sú að þú leggir aðra merkingu í það orðalag að 'komast hjá því að nefna e-ð á nafn' en þorri fólks.

  • Anonymous

    Ég held að ástæðan sé sú að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika Samfylkingar þá séu ekki mjög miklar hugmyndafræðilegar deilur á þeim vettvangi, þ.e. þeir eru í aðalatriðum sammála um stóru málin, ESB, kvóta, AGS, IceSave etc. Því er þó ekkert að leyna að Samfylking hefur rétt eins og aðrir flokkar fullt af persónulegum flokkadráttum.Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og VG hafa í viðbót við persónulegar deilur stórkostlegar hugmyndafræðilegar deilur sem gætu hæglega klofið þá flokka.

  • Hann reyndar nefnir hana á nafn en fer þó ekki jafn ítarlega í greiningu þar á bæ jafnt og með framsókn.Ertu kannski með einhver 'laumu' áróður hér? Trúi varla að þetta hafi farið framhjá þér.

  • Anonymous

    Egill Helgason er að opna sig betur og betur. Þegar hann segirí pistlinum í dag: „Það er ekki þar með sagt að í Samfylkingu og Framsóknarflokki sé tóm hamingja, því fer fjarri. En þessir flokkar virðast þó hanga saman“.Auðvitað hangir Samfylking saman, hún er við völd. Hennar eina stefnumál er að vera við völd. Gamalt trix í bransanum. Hvort eitthvað sé gert, eða hvort landi eða þegnum farnist vel, eða heldur hvort fylgið sé meira eða minna en í síðustu kosningum, það skiptir engu máli, bara að fá að sitja í sínum ráðherrastólum, skipa sína gæðinga í ný og ný embætti sem er stofnað til svo að segja daglega.samfylking er sammála um að gera ekki neitt. Ekki ráðast gegn skuldavanda heimilanna, þar hefur ekkert verið gert. Ekkert gert til að búa til eitthvert plan svo fyrirtækin í landinu geti þrifist aftur. Menn gleyma því líka að samfylking var í síðustu og þar síðustu ríkisstjórn. Þeim tókst á einhvern undraverðan hátt að láta umræðuna snúast um eitthvað allt annað þegar kosið var. Þeir eru flinkir í að vinna kosningar Samfylkingin, en vonlausir að stýra landinu.

  • Þetta er nú meiri vitleysan í þér Röggi. Sama hvað þér er illa við Samfó þá hlítur þú að sjá að þar eru menn meira samstíga í stóru málunum þessa stundina en annarsstaðar. Ekki að það sé endilega gott – en í lagi að nefna það augljósa eins og Egill gerir. Hvaða histería er þetta eiginlega.

  • Anonymous

    Er betra að vera sammála um að gera ekki neitt Gunnar, heldur en að takast á um aðferðir og ræða hlutina?samfylking virðist ekki vilja gera neitt, Jóhanna er týnd. Össur, þessi gapuxi íslenskra stjórnmála, hann talar helst bara við erlenda blaðamenn. Aðrar kanónur innan flokks eru annað hvort búnar að segja af sér, eða gera ekkert nema tóma vitleysu daginn út og inn.

  • Anonymous

    Stundum er gaman að Rögga og í gær skrifaði hann spunagrein um grein um krísur stjórnmálaflokka. Allt er gott um það að segja en hvernig hann getur komist hjá því að lesa umrædda grein, en þar er vissulega Samfylkinguna nefnd á nafn, er mér hulin ráðgáta…og þó, hvernig læt ég?Gunnar G

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur