Fimmtudagur 12.08.2010 - 09:56 - Rita ummæli

Íslands besti fótboltasonur er í vandræðum. Eiður Smári lítur út eins og gamall, leiður útbruninn íþróttamaður rétt rúmlega þrítugur maðurinn. Hann veit ekki hvar hann mun vinna í vetur en veit þó að hann vill ekki vera þar sem hann réði sig til starfa fyrir ári síðan. En þar er hann þó núna…

Fréttir berast af veseni með peninga og sífelldar sögur af djammi og leikaraskap. Það er eins og ekki sé lengur gaman að vera Eiður Smári. Í gær spilaði hann landsleik og andleisið og leiðindin voru augljós.

Og það má. Af hverju getur ekki blásið á móti hjá fólki eins og Eið Smára? Hann hefur ákveðið að hvíla sig á viðtölum við fjölmiðla og fýlan lekur af fjölmiðlafólki. Ég hef vissan skilning á þeim viðbrögðum en langar lika að skilja af hverju Eiður þarf frið núna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur