Hvað fær Reyni Traustason og félaga á DV til að birta „frétt“ um manninn sem yfirheyrður er vegna morðs í Hafnarfirði um helgina? „Fréttin“ er með mynd. Hvenær ætli Reynir telji að botninum séð náð í sinni „blaðamennsku“?
Ekkert réttlætir þessa frétt, engin rök bakka hana upp. Sorpblaðamenn hafa gjarnan talað um að almenningur eigi heimtingu á að fá vita alla hluti þegar þeir þurfa að reyna að réttlæta skítlegt og siðlaust blaðamannseðlið. Kannski verður það reynt hér.
Þessi maður er saklaus á þessu stigi máls. Hann er ekki ákærður. Og fyrir mér dygði ekki einu sinni að DV teldi sig hafa heimildir fyrir játningu. Sagan er full af tilfellum þar sem játning reynist ekki vera játning þegar upp er staðið.
það er barningur að gefa út blöð og sölutölur eru allt. Kannski reynist þessi piltur vera maðurinn og þá munu blaðmennirnir á DV hrósa happi. Um það er ekki fjallað á þessu stigi málsins.
Nú er fjallað um eðlileg og sjálfsögð viðurkennd gildi hvort heldur sem er í fjölmiðlun eða almennt í samfélagi siðaðra manna.
Rita ummæli