Þriðjudagur 17.08.2010 - 14:24 - 12 ummæli

DV

DV breytist lítið. Grundvallaratriðið saklaus uns sekt er sönnuð telur ekki á ritstjórn Reynis Traustasonar frekar en fyrri daginn. Maður nokkur situr í yfirheyrslum vegna morðs og ritdónarnir á DV eru með mynd af honum öllum til sýnis.

Ég þekki ekki marga sem ekki skilja hversu tært dæmi svona „blaðamennska“ er um siðleysi. Einhverjir hafa þóst sjá breytingar á blaðinu hans Reynis en hér fellur DV gersamlega á prófinu.

DV vinnur eftir prinsippi sem dómstóll götunnar nærist á. Ritstjórn DV telur sig þess umkomin að dæma þennan mann. Hvað hefur þetta fólk lært af Geirfinnsmálinu? Meira að segja játningar eru engin ávísun á ákæru og það geta virtustu réttarmeinafræðingar og sagan kennt okkur.

Sekur uns sakleysi er sannað er eitthvert ömurlegasta prinsipp sem blaðamaður getur burðast með.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Anonymous

    Sammála. Þetta eru sneypuleg vinnubrögð. DV er að nafngreina þennan mann einungis upp á dramað. Allt til að vekja athygli – ekkert hugsað um annað. Ef þessi maður reynist síðan saklaus hafa samt sem áður margir dæmt hann sekann í huganum og munu eiga erfitt með að hrista þá hugsun úr hausnum – og það verður allt DV að 'þakka'.

  • Anonymous

    Vel mælt. Athyglisvert að sjá að þegar þeir höggva að æru einhvers þá eru greinarnar titalaðar ritstjorn en þegar almennari fréttir um er að ræða eru þær með nafni blaðamanns. Þessar greinar um „grunaða“ eru að sjálfsögðu merktar ritstjorn.

  • Ó Gvöð Röggi! Viltu ekki láta hann bróður þinn, eiganda eyjunnar, taka út fréttina hjá sér?

  • Anonymous

    Mikið er ég sammála, á ekki til orð, einnig er rétt að minnast á að Eyjan er ekkert betri. Nú hanga örguuglega allir á youtube að skoða þessa ástajátningu. Þetta er bara agalegt og en eitt merki þess hve íslenskir fjölmiðlar eru ófaglegir. Og hvað með fjölskyldu þessa drengs ??

  • Anonymous

    Hatrið sem þið hægri stuttbuxnadrengir berið til fjölmiðilsins er svo augljóst, fjölmiðilsins sem stundum dregur fram sannleikan um Flokkinn ykkar og spillingu hans og það þolið þið ekki. Engnin má gagnrýna hið heilaga merki, fálkann og Valhöll. ÉG ætla bara að fullyrða að engin fjölmiðill hefur unnið vinnu sína eins vel og DV eftir hrun, enda sést það á gagnrýni stuttbuxnafólksins sem þolir ekki uppljóstranir blaðsins á allri spillingunni sem viðloðir þennan blessaða flokk þeirra.

  • Anonymous

    Er ekki hefð fyrir því að taka fólk af lífi í fjölmiðlum og bara í almennri umræðu á Íslandi. Dæmi um það er umræðan um útrásarvíkingana og aðra sem eru kallaðir fjárglæpamenn löngu áður en nokkur ákæra hefur verið gefin út, hvað þá dómur fallið.DV tekur fram að þessi maður sé grunaður um morð en kallar hann hvergi morðingja. Myndin sem þeir birta er fengin úr þegar aðgengilegu myndbandi af YouTube. Auðvitað er það fréttnæmt að lögreglan gruni mann sem opinberlega hefur tjáð ást sína á kærustu hins látna.Ábyrgð lögreglunar er mikil þegar hún gefur upp nöfn grunaðra í svona málum. Eins gott að þeir hafi e-ð fyrir sér í máli hins grunaða annað en gamalt YouTube myndband.

  • Anonymous

    Guðmundur 2. GunnarssonHvaða máli skiptir eitt mannorðsmorð til eða frá Reyni Trausta og DV? Þorfinnur Ómarsson er augljóslega ekki skárri pappír. Lögreglan hefur sleppt manninum og fer ekki fram á gæsluvarðhald yfir honum. En auðvitað skiptir það engu máli fyrir hvíta hyskið sem fagnar mynd og nafnbirtingunni.

  • Anonymous

    Það var ekki bara DV sem hljóp á sig þarna.Skelfilegt ef youtube maðurinn reynist vera saklaus.“Innlent | mbl.is | 17.8.2010 | 16:54Fordæmir nafn- og myndbirtinguLögmaður mannsins, sem var um tíma í haldi lögreglu vegna rannsóknar á morðmáli, fordæmir að tilteknir fjölmiðlar hafi birt nafn mannsins og mynd af honum. Manninum var sleppt úr haldi í dag.Yfirlýsingin, sem Guðrún Sesselja Arnardóttir, hrl., sendi frá sér nú síðdegis, er eftirfarandi:Undirrituð var kölluð til sem verjandi ungs manns vegna manndrápsmáls í Hafnarfirði um helgina. Að gefnu tilefni skal áréttað, að skjólstæðingi mínum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu, án þess að farið hafi verið fram á gæsluvarðhald yfir honum. Það ber að fordæma þau forkastanlegu vinnubrögð sem ákveðnir fjölmiðlar hafa viðhaft í þessu máli og þá sérstaklega ótímabæra nafn- og myndbirtingu af skjólstæðingi mínum. Gera verður þá kröfu til fjölmiðla að þeir hafi í heiðri þá meginreglu réttarfarslaga að maður sé saklaus uns sekt telst sönnuð og á það sérstaklega við þegar hvorki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir viðkomandi, né heldur gefin út ákæra.“Dr. No

  • Anonymous

    DV er og verður sorp.Engu skiptir hvort blaðið gagnrýni stundum siðlausa og óhæfa stjórnmálamenn.Sorp er sorp.Íslenskir fjölmiðlar eru svo ömurlega lélegir að það tekur engu tali.

  • Anonymous

    DV er og verður sorp.Engu skiptir hvort blaðið gagnrýni stundum siðlausa og óhæfa stjórnmálamenn.Sorp er sorp.Íslenskir fjölmiðlar eru svo ömurlega lélegir að það tekur engu tali.

  • Anonymous

    Ég var mjög svekktur út í Eyjuna að taka þátt í typpa keppni DV og Pressunnar, hélt að það væri meiri stíll hérna.

  • Anonymous

    Ég tengist þessum dreng hef sjaldan eða aldrei verið jafn reið…þar sem við vitum að hann er saklaus og burt séð frá ástarjátnigu þá voru þau vinir og hún leitaði oft til hans..en að nafngreina hann og ekki vitað hvort hann sé sekur eða saklaus!! Þetta er ekki alvöru blaðamennska!! Svo kemur bara fyrir sögn „maðurinn sem var í haldi hefur verið sleppt“…hvað grín er í gagni??!! En takk innilega fyrir góða pistill um þetta viðkvæma mál!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur