Miðvikudagur 18.08.2010 - 14:55 - Rita ummæli

Eyþór Gunnarsson var í viðtali á bylgjunni í morgun. Tilefnið var réttarhald yfir níumenningunum og meint harðræði lögreglunnar. Heimir Karlsson tók viðtalið og sleppti við alveg að skiptast á skoðunum við Eyþór en full ástæða var þó til þess.

Eyþór talar um að þetta allt sé knúið áfram af pólitískum ástæðum. Það er órökstutt algerlega finnst mér og ósannfærandi.

Umræðan um fyrir hvað er ákært og refsirammann á fullan rétt á sér en við verðum að treysta dómstólum til að skera úr um málið. Hvað annað er í boði? Því þarf Eyþór að svara.

Venjulega gerist þetta þannig að fólk sem er ákært og er boðað til réttarhalds til að bera hönd fyrir höfuð sér og svara til saka. Um þetta fyrirkomulag er að ég held ekki mikill ágreiningur enda er þetta system í gildi hvavetna í hinum siðaða heimi.

Af hverju á annað að gilda um þetta fólk? Af hverju má ekki koma i veg fyrir að fólk geti troðfyllt dómssali með háreysti og yfirýstan tilgang að koma í veg fyrir þinghald? Myndum við sætta okkur við að glæpaklíkur reyndu slíkt? Þessu þarf að svara…

Borgarar þessa lands geta leitað til dómstóla með sín mál ef þeir telja á rétt sinn gengið. Og það er líka þeirra skylda að svara til saka og leita réttar sín þeim megin frá þegar þeir eru bornir ákærum.

Þess vegna á að hætta upphlaupum í kringum þetta mál og flytja það í spekt eins og allt venjulegt fólk gerir. Séu níumenningarnir saklausir verða þeir sýknaðir og öfugt. þannig er gangurinn í þessu.

Og á því eru því miður ekki undantekningar og á því eiga ekki að vera undantekningar.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur