Miðvikudagur 18.08.2010 - 09:33 - Rita ummæli

Eyþór og níumenningarnir

Eyþór Gunnarsson var í viðtali á bylgjunni í morgun. Tilefnið var réttarhald yfir níumenningunum og meint harðræði lögreglu sem vann sér það til saka að sinna skyldum sínum í og við dómshúsið. Því miður hafði Heimir Karlsson ekki þrek til að skiptast á skoðunum við Eyþór en fullt tilefni er þó til þess og þess vegna skrifa ég hér.

Eyþór telur allan máltilbúnað pólitískann en rökstyður það þó í engu enda ríkisstjórn sú sem nú situr hreinlega komin til valda að stórum hluta fyrir tilstuðlan þess fólks sem nú þarf að svara til saka. Hvaða pólitík á Eyþór við? Er það forseti þings sem hér er átt við. Einhver tiltekinn hjá saksóknara?

Finndist Eyþóri eðlilegt ef hópur manna sem tengdust meintum glæpahring hér á landi vildu fylla dómssal og rúmlega það til að vera með háreysti í viðleitni sinni til að koma í veg fyrir að hægt væri að rétta yfir þeirra mönnum. Þetta er tilbúið dæmi auðvitað en algerlega sambærilegt í prinsippinu við það sem nú er að gerast…

…..hópur fólks hefur ákveðið að málatilbúnaður á hendur níumenningunum sé ekki í lagi og þess vegna sé eðlilegt að reyna að koma í veg fyrir þinghald fyrir dómi. Lögreglunni er falið að koma í veg fyrir slikt enda afar óeðlilegt að einhver tiltekinn hópur fólks eigi að geta stöðvað réttarhald.

Þetta er grundvallarregla og gildir um alla menn. Vel má vera að Eyþór hafi svo rétt fyrir sér með sakarefnin og fólkið verði sýknað enda er víst allur gangur á því hvernig saksóknara gengur að fá sekt sannaða fyrir dómi almennt.

Við eigum að styðja og styrkja undirstöður samfélagsins en ekki reyna að veikja þær. Það er réttur borgaranna að verjast ákærum og það er líka SKYLDA en ekki gengur að borgararnir sjálfir ákveði hvenær ákærur eru í lagi og hvenær ekki.

Flóknara er þetta ekki.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur