Miðvikudagur 18.08.2010 - 13:06 - 23 ummæli

Vælið í kringum Egil

Þetta er skemmtilegt. Hirðin í kringum Egil Helgason hefur sett af stað væluherferð og talar um einelti í hans garð og ritstjóra Eyjunnar finnst þetta merkilegt allt saman og gerir mikið úr.

Af hverju má ekki gagnrýna Egil? Egill er ekki óskeikull frekar en aðrir menn er það?. Hver eru efnisatriðin? Er það sérstakur glæpur í sjálfu sér að vera ósammála Agli og benda á hvernig hann snarsnýst í skoðunum af ástæðum sem ekki eru alltaf ljósar?

Egill er opinber starfsmaður og þiggur laun frá okkur öllum til að halda úti sjónvarpsþætti sem fjallar um þjóðmál og pólitík í víðum skilningi í hinu hlutlausa ruv.is. Hann heldur úti gríðarvinsælu bloggi og hefur skoðanir á flestu. Til eru þeir sem voga sér að benda á að hann dregur taum ákveðinna skoðana og stjórnmálaflokka. Af hverju má ekki ræða það?

Stuðningslið Egils er með gagnrýnendur hans á heilanum og eyða engu púðri í málefnalega afstöðu og umræður. Hvernig væri að taka þátt í pælingunum i stað þess að fá sífelld krampaköst yfir þvi hver setur gagnrýnina fram og hversu oft eða hvar.

Þetta væl er óþarft og ómálefnalegt.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (23)

  • Öll umræða á Íslandi í dag er ómálefnaleg, órökstudd, allstaðar leðjuslagur og skæruhernaður. Brjálæðislega leiðinlegt og kostnaðarsamt fyrir okkur öll!

  • Anonymous

    Mikið rétt. Hef tekið eftir þessu. Mér finnst þó djúpt í árinni tekið að segja að hann hafi skoðanir á öllu þar sem hann er ítrekað að birta pistla og tölvupósta sem hann fær en leggur ekkert út af þeim.

  • Anonymous

    Nú er ég stundum ósammála Agli svo það komi fram strax, en samt er skoðun mín sú að væl amx um Egil og það að hafa hann á heilanum og leiðindaskot á hann er það sem er ómaklegt.

  • Anonymous

    Er eitthvað að því að nefna að sumir séu komnit með Egils heilkennið.Hér er góð umræða um þaðhttp://gautieggertsson.blogcentral.is/blog/2010/8/17/net-eltihrellar/

  • Anonymous

    Þetta er óttalega kjánaleg staða sem Egill Helgason er í.Ákveðnir öfgamenn eru með hann á heilanum, spurningin er hvort það eigi að hunsa þá eða grípa til varna.Ef þetta væru jafn miklir undirmálsmenn og málflutningur þeirra gefur til kynna væri auðveldara að horfa algjörlega framhjá þessu en staðreyndin er sú að þetta eru vitleysingar sem eiga töluvert undir sér og mikilla sérhagsmuna að gæta.

  • Röggi, er einhver að banna gagnrýni á Egil eða að segja að það sé glæpur að vera ósammála honum? Það hefur aðeins verið bent á það hversu hlægilegt það er að einn vefmiðill og nokkrir bloggarar tileinka manninum margar færslur. En þeir sem vilja tilheyra hirð hvors um sig mega að sjálfsögðu væla yfir væli þar til þeir æla. Ekki ert þú sjálfur að draga neitt úr málefnafátæktinni og vælinu.

  • Anonymous

    Það er auðvitað alveg skelvilegt að horfa upp á hvernig Egill hagar skrifum sínum með oj bjakk kommentum þar sem þau eru heldur óviðeigandi en hefur svo ekki manndóm til þess að gagnrýna það sem verst fer í nútímanum vegna pólitískra skoðana.Hann vinnur hjá „okkur“ við að vera gagnrýnir. Af hverju gagnrýnir hann ekki lygar eða í besta falli útúrsnúning Gylfa? Nú eða þá meðferð opinbers fjár þar sem óvissa ríkti í lánamálunum?

  • það má segja að Egill hafi náð KULT status eins og Kim Yong-il í Norður Kóreu.Egill og söfnuður hans ræðst á hvern þann sem dirfist að vera ekki sammála hinum Ástkæra Leiðtoga.Manni líður eins og á samkomu þegar maður setur inn komment á bloggi Egils.

  • Anonymous

    Google leit:“egill helgason“ site:http://amx.is/fuglahvislÞað koma 1700 niðurstöður!!!Fuglahvíslið nefnir semsagt Egil 1700 sinnum … sagði einhver stalkers :)AMX er með Egilsheilkenni, allt í lagi með það … reynið þið bara að kannast við það.Elfa Jóns

  • Anonymous

    Guðmundur 2. GunnarssonElva Jóns. Ef þú og aðrir Egilsáhangendur og jólasveinninn sjálfur, myndið kynna ykkur málið sem hann engdi fyrir ykkur áður en þið létuð ljósin skína, þá er auðvelt að finna út að þessar 1700 niðurstöður hafa fæstar nokkuð með Egil að gera. Svo merkilegur er hann örugglega ekki,hjá þeim sem þykja lítið til hans koma. Cheap trick hjá þessum sjálfumglaða hlutdræga ríkisstarfsmanni sem þverbrýtur útvarpslög. Starfsmaður fréttasviðs landsbyggðarútvarps missti starfið vegna bloggfærslu á einkabloggi, þar sem hann gagnrýndi Baugsfeðga, sem var eins og barnagæla miðað við það sem Egill hefur látið frá sér fara um þá sem hann hugnast ekki pólitískt. Það er þetta með Egil og séra Egil. Hann er búinn að koma sér upp einhverskonar trúarhóp sem dást af nýju spillingu kommakratanna en hata gömlu spillinguna. Þeir sjá mun á kúk og skít. maður er farinn að halda að þeir sem sjá ekki í gegnum manninn, eru þeir sömu og setja skóinn út í glugga 13 dögum fyrir jól.

  • Anonymous

    Guðmundur Þá erum við heppin að hafa Fuglahvíslið … til að upplýsa okkur um sannleikann … algerlega hlutlaust :)Kveðja,Elfa

  • Anonymous

    G2GElva. Er fuglafóðrið það sem þú nærist eingöngu á?Málið snýst um að Egill lýgur um meintan áhuga á sér sem byggist á skrifum innan við 10 aðila, sem vissulega mætti vera mun fleiri miðað við að hann þverbrýtur útvarpslög nánast daglega og kemst upp með það, meðan litli kallinn var rekinn fyrir eina yfirsjón. Hann veit að trúarhópurinn sinn sannreynir ekkert sem frá honum kemur. Aftur á móti er þessi grímuleysa hlutdrægni og ástarleikir hans með spilltustu og verstu stjórnvöldum allra tíma hið besta mál. Td. hefur hún sett nýtt met í pólitískum einkavinaráðningum á þeim tíma sem hún hefur setið. Egill veit ekkert af slíku frekar en lygum Gylfa. Hann þarf eðlilega að pakka saman og láta sig hverfa frá RÚV þegar næsta stjórn verður mynduð úr þeim flokkum sem hann hugnast ekki. Vonandi verður sá sem kemur til með að halda úti pólitískum umræðuþáttum hlutlaus svo að amk. helmingur þjóðarinnar þurfi ekki að borga fyrir einhliða vinstriáróðri snillingsins og hans vina.

  • Anonymous

    Elfa átti það vera.

  • G2G, Hvaða greinar útvarpslaga er Egill að brjóta? Reyndar held ég að þú sért frekar að meina lög um ríkisútvarp, en mér gæti skjátlast. Ég sé samt ekki lögbrotið.

  • Anonymous

    G2GÉg átta mig ekki alveg á hvaða ástarleiki við ríkisstjórnina þú ert að tala um … frá Agli hef ég mun oftar séð gagnrýni en hrós í þá átt … ég þarf greinilega að fá mér meira fuglafóður :)Finnst það sossum engu skipta. Hann má hafa þá skoðun á ríkisstjórninni sem hann lystir. Líkt og aðrir.Heitir ekki þessi pirringur (lesist: einelti) í raun öfund? Óþolandi auðvitað að Egill njóti mun meiri virðingar en allir fuglahvíslararnir til samans. Er það ekki vandamálið í hnotskurn?Elfa

  • AMX, Baggalútur, Mogginn, Skafti Harðar og örugglega fleiri,sannleiks elskandi“fréttamiðlar og bloggarar, náhirðarinnar gera það sem þeir kunna best þe.níða skóinn af þeim sem halda staðreyndum á lofti, varðandi þann óhugnað sem sem í ljós kom þegar sjálfstæðis og framsóknarmenn hrökkluðust frá eftir tæplega tveggja áratuga valdasetu.ps. Eg dreg Baggalút til baka úr upptalningunni því hann er mun marktækari fréttamiðill en hinir sem upp eru taldir.

  • Anonymous

    G2GAndrés. Jú það átti að vera lög um ríkisútvarpið.

  • Anonymous

    Þetta er dæmigert fyrir vinstrahyskið.Það heldur að það hafi einkarétt á að gangrýna og jafnvel atyrða fólk, en svo þegar það verður fyrir barðinu á eigin meðulum, þá fer það að væla og skjæla – bú-húúú !!!

  • Anonymous

    Það er pínlega ljóst hver glæpur Egils Helgasonar er. Níðið um hann á AMX, hjá Birni Bjarnasyni, Skafta Harðarsyni, Hannesi Hólmsteini og öðrum meðlimum þess hóps sem almennt er kallaður “náhirðin” upphófst eftir að hann skrifaði beitta og hárrétta gagnrýni á ráðningu Davíðs Oddssonar í starf ritstjóra Morgunblaðsins. Svo taka nytsamir sakleysingjar eins og Rögnvaldur Hreiðarsson undir óhróðurinn.Flestir vita að Davíð Oddsson er heiftrækinn maður og hafa margir fengið að kenna á því, enda hefur hann verið valdamikill maður síðustu 30 árin eða svo. Því miður hefur Davíð enn nokkur völd, bæði sem ritstjóri dagblaðs (sem á reyndar sífellt minnkandi vinsældum að fagna) og svo hefur hann í kringum sig svoakallaða “náhirð”, en það eru menn sem eru eins og hundar sem hægt er að siga á þá sem húsbóndanum er illa við. Síðan gjamma þeir og glefsa uns þá þrýtur örendið.

  • Anonymous

    Mér finnst persónulega að Egill gagnrýni alla eins og þeir eiga skilið. Sjálfstæðismenn eru mestu drullusokkarnir og þess vegna bara rökrétt að Egill gagnrýni þá meira en aðra. Þú verður að viðurkenna að Sjálfstæðisflokkurinn er mesti skúrku hrunsins og þess vegna afar eðlilegt að Egil gagnrýni skussa hrunsins af mikklum krafti. En málið er að hann gagnrýnir líka hina sem minni þátt áttu í hruninu.

  • Anonymous

    Svipað að Egill Helgason sé með þennan „vinstri menn spjalla“ þátt á RUV og ef Hannes Hólmsteinn fengi að breyta „maður er nefndur“ þættinum sem hann var með á RUV í einhvern hallelúja þátt um skoðanabræður sína. Ætli þeim sem þykja Silfur Egils þættirnir góðir myndu ekki svelgjast á?

  • Anonymous

    Röggi.Glöggi?Nei!

  • Anonymous

    Egill hefur a.m.k. ekki rústað efnahag heillar þjóðar eins og FLokkurinn þinn sem samt er ekki búið að banna enn þá.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur