Kirkjan er í vanda og öllum hlýtur að vera ljóst að kirkjan kann ekki að taka á málinu. Kirkjan er dálítið eins og stjórnmálamenn eftir hrunið. Allir vita að mistök áttu sér stað í máli Ólafs Skúlasonar en samt er ekki nokkur leið að játa þau og reyna að finna leiðina áfram þaðan.
Biskupinn yfir Íslandi tafsar og muldrar þegar hann er beðinn um að tjá sig um mál Ólafs Skúlasonar og talar um að það sé ekki hans að dæma. Ólafur muni dæmdur verða af æðri máttarvöldum eins og við öll á endanum. Ég sé ekki að Karl Sigurbjörnsson þurfi að hafa neinar áhyggjur af því að hin ærði máttarvöld muni telja hann vera að fara inn á sitt verksvið þó hann taki afstöðu í málinu.
Karl Sigurbjörnsson virkar á mig eins og hræddur embættismaður en ekki trúarleiðtogi. Í þessu tiltekna máli er bara ekki hægt að hafa almennar skoðanir ef ég er spurður þó ég beri fulla vrirðingu fyrir því að dæma ekki og spyrja svo.
Kirkjan virðist hafa haft vitneskju um hegðun Ólafs Skúlasonar ótrúlega lengi án þess að bregðast við. Það er að koma upp á yfirborðið endanlega núna og ef Karl Sigurbjörrnsson og kirkjunnar menn ætla aftur að láta Ólaf Skúlason njóta vafans er ég hræddur um að æðri máttarvöld mumi ekki fagna því á dómsdeginum eina.
Röggi
Rita ummæli