Fimmtudagur 02.09.2010 - 14:14 - Rita ummæli

Vandi Reykjanesbæjar er stór og um það efast enginn. Árni Sigfússon fékk erfitt verkefni og margir minnast þess hvernig hann höndlaði það og stóð keikur í stafni og barði mönnum von í brjóst þegar herinn fór. Þá öfunduðu ekki margir Árna Sigfússon….

Vel má vera að menn hafi farið of geyst eða tekið of mikla áhættu en ég er ekki viss um að aðrir hefðu gert öðruvísi við þáverandi aðstæður. Kjósendur á svæðinu vilja Árna, um það þarf ekki að efast þrátt fyrir allt.

Ég held að margir suðurnesjamenn telji vandann í dag vera fjandsamlega stefnu ríkisstjórnarinnar og þó sér í lagi VG í atvinnumálum en ekki áhættu sem var tekin í nærri vonlausri stöðu.

Kannski stefnir í Keflavíkurgöngu en með allt öðrum formerkjum en áður.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur