Fimmtudagur 02.09.2010 - 12:18 - Rita ummæli

Árni Sigfússon liggur vel við höggi. Staða Reykjanesbæjar er ferleg alveg. Ég þekki ekki alla þræði málsins og vel getur verið að menn þar hafi farið of bratt og hratt og tekið sénsa sem nú koma af krafti í bakið á suðurnesjamönnum.

Hvernig ætli standi á vinsældum Árna þar? hann er kosinn með algerum yfirburðum til að leiða pólitíkina aftur og aftur og það þrátt fyrir að vandinn hafi ekki verið neitt leyndó. Kannski muna menn eftir því hvernig Árni af myndarskap og reisn stóð í stafni þegar herinn fór og barði sjálfum sér og öðrum bjartsýni í brjóst og kenndi mönnum að það væri von.

Þá vildi ekki margir kaleikinn hans Árna sem þótti í vonlausri stöðu í djobbi sem enginn vildi sjá. Ég veit ekki hvort einhver hefði gert hlutina mikið öðruvísi en Árni þá í aðalatriðum. nema VG auðvitað. Þau hefðu ekki gert neitt. Þau hefði lagst gegn allri uppbyggingu.

Eins og þau gera núna. Vandi Reykjanesbæjar er vissulega ærinn og ábyggilega heimatilbúinn og kannski að hluta óþarfur. En ráðherrar VG gera fátt annað en að koma í veg fyrir uppbyggingu atvinnulífs hvort heldur sem er á suðurnesjum eða annarsstaðar.

Kannski styttist í nýja Keflavíkurgöngu og í þeirri göngu

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur