Mánudagur 06.09.2010 - 09:12 - 2 ummæli

Rétthugsandi fjölmiðlar….

Lög um fjölmiðla eru nauðsyn. það er leitun að fólki sem viðurkennir það ekki. Meira að segja þeir sem vildu af ónýtum pólitískum ástæðum ekki styðja lög um fjömiðla á sínum tíma hafa opnað augu sín og séð það sem blasti við allan tímann.

Því miður kemur það í hlut núverandi menntamálaráðherra að lemja saman frumvarp um fjölmiðla. Því miður vegna þess að VG þekkir ekkert annað en forsjárhyggju og ríkisskoðanir. Fátt er meira gaman en að setja á laggirnar stofnanir sem eiga að hugsa og ákveða fyrir okkur borgarana.

Inn í slíkar stofnanir eru þá settir rétthugsandi og góðir aðilar sem munu leiða okkur áfram. Hver á að ákveða hvað eru góðar skoðanir og á hvaða forsendum á að loka fjölmiðli vegna þess sem þar er sagt?

Hugmyndin um að búa til apparat sem hefur alræðisvald í þá veru að ákveða hvað eru góðar skoðanir og hollar og hverjar ekki eru stórvarasamar en ekki óvæntar úr þessari áttinni. Þetta má ekki verða.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    Þessi nýja stofnun verður nokkurs konar „Sannleiksmálaráðuneyti“ eins og samnefnd stofnun hét í myndinni „1984“.

  • Anonymous

    Þetta frumvarp er hrikalegt á að líta. Katrín Jabobs er að sýna á sér hliðar sem eru allverulega skuggalegar undir mjúku yfirborðinu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur