Þriðjudagur 21.09.2010 - 22:21 - Rita ummæli

Jóhanna Sigurðardóttir er ekki fædd í gær. þegar hún tók algera kúvendingu í afstöðunni til vinnu Atla nefndarinnar vissi hún vel að í venjulegu árferði væri slíkt politískt sjálfsmorð og ávísun á stjórnarslit. En hér er ekkert venjulegt árferði þegar kemur ríkisstjórninni og prinsippum.

Steingrímur Sigfússon neitar hreinlega að taka afstöðu til fyrirskipana Jóhönnu um að ekki skuli ákæra vinkonu hennar Ingibjörgu Sólrúnu. Hann bara ætlar að láta eins og þetta sé ekki að gerast. Hvernig Jóhanna gat lesið þessi viðbrögð er mér hulin ráðgáta enda held ég að hún hafi samið um þetta við Steingrím J Sigfússon.

Steingrími hefur tekist að henda fyrir róða fast að því öllum pólitískum stórmálum VG til þess eins og fá að vera ráðherra. Hann hefur beygt þingflokkinn æ ofan í æ. Sent Atla Gíslason heim að mála þegar greiða átti atkvæði um séráhugamál sitt, Icesave, en eins og öllum er ljóst hefur Steingrímur grátbeðið um að fá að borga allt upp í topp.

Þetta skildi eftir sig sár sem eru ekki gróin og þau rifna nú upp með látum. Atli Gíslason og félagar munu ekki láta gamla foringjann sinn komast upp með þennan pólitíska aulaskap aftur. Og bíðið góðir vinir. Félagi Ögmundur þegir þunnu hljóði. það verður vart lengi…

Margir tala um sprengjur innan samfylkingar og þes vegna greip Jóhanna til þessa Reykáss tilþrifa og gerði sig og flokkinn hreinlega handónýtann í augum almnennings sem átti að „róa“ með ákærum fyrir viku síðan. En hún getur stolt sagt við sitt fólk að hún hafi get það sem hún mögulega gat fyrir flokkinn og gamla vinkonu.

Tækifæri VG til að ganga hreinlega milli bols og höfuðs á leiðtogalausri Samfylkingu verður aldrei betra. Þrýstingurinn á Steingrím að slíta þessu fáránlega hræðslusambandi flokkanna er klárlega óbærilegur.

Svo er auðvitað hugsanlegt að Atli fari aftur heim að mála og skötuhjúin haldi áfram siglingunni til

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur