Þriðjudagur 21.09.2010 - 00:33 - Rita ummæli

Skrípaleikurinn

Það fór eins og mig grunaði. Þingið, það er að segja framkvæmdavalds hluti þess, er að heykjast á því að þola þinginu, það er að segja löggjafanum, að senda ráðherra fyrir landsdóm! Leiðtoginn sjálfur sem stýrir öllu í þinginu hefur nú komist að því að nefndin sem hún bjó til var ónýt…

..og þar er ég henni að vísu fullkomlega sammála. Ég fullyrði þó hér að afstaða Jóhönnu Sigurðardóttur til vinnu nefndarinnar hans Atla Gíslasonar snýr eingöngu um það að nefndin hyggst draga Ingibjörgu Sólrúnu fyrir landsdóm.

Ruglandaháttur þessarar ríkisstjórnar hefur frá fyrsta degi verið Íslandsmet í hverju stórmálinu á eftir öðru. Í þessu máli er Jóhönnu að vísu vorkun að nokkru leyti. Útfærslan á hugmyndinni virðist gölluð og vinnuumhverfi nefndarinar þannig að enginn skilur til fullnustu á hvaða forsendum skal ákært.

Og svo gamla sagan. Framkvæmdavaldið mun koma í veg fyrir að „einhverjir“ þingmenn eins og Atli Gíslason séu að ákæra ráðherra rétt sí svona. Það er skrípaleikur að að ríghalda í þetta system gott fólk. Engu skiptir hverjir sitja í ráðherrastólum.

Kerfisvillan kemur í veg fyrir að þetta muni nokkru sinni ganga upp. Þingið hefur ekkert sjálfstæði gagnvart framkvæmdavaldinu. Og það jafnvel þó um sé að ræða nefnd sem framkvæmdavaldið skipaði sjálft til handa löggjafanum!

Hvenær skyldi okkur lærast að sjá það sem augljóst er í þessum efnum?

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur