Föstudagur 24.09.2010 - 17:44 - Rita ummæli

Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingar telur að ríkisstjórnin sem hún styður hafai ekkert við Sjálfstæðisflokk Bjarna Ben að gera. Ólína telur stjórnina eiga mörgum stórum og miklvægum verkum ólokið og ekki verður betur séð en að Ólína telji að þessi ríkisstjórn sé fær um það.

Það alvarlegasta í þessu er að Ólína er ekki að grínast eins og sumir aðrir stjórnmálamenn. Þingmaðurinn er tilheyrir síminnkandi hópi Íslendinga sem heldur að þessi ríkisstjórn sé fær um nokkuð annað en að ríghalda í ráðherraembætti.

Ég hef ekki tíma í það núna að tíunda allt sem hefur farið úrskeiðis og afvega hjá þessum ósamstæðasta hópi sem nokkru sinni hefur myndað ríkisstjórn. Ósamlyndi og grundvallarágreiningur í hverju máli blasir við öllum, nema Ólínu.

Það er þó léttvægt fundið þó vinstri menn sameinist um að nota ráðherrastóla og bústaði til að vera ósammála um alla hluti miðað við skaðann sem verið er að vinna í atvinnu og efnhagsmálum á vegum þesara stjórnar.

Ólína og hennar flokkur….eða allavega sá hluti hans sem hún tilheyrir þessa dagana, hefur með fulltingi VG tekist að nokkru að koma óorði á allt sem heitir samkeppni og einkarekstur eftir bankahrunið. Jarðvegur fyrir þannig tal var frjór og því var látið vaða og nú stefnir hér allt í áttina að Albaníu…

Ólína er refur í bransanum og veit eins vel og ég að þessi ríkisstjórn er ónýt en tímasetningin hentar ekki Samfylkingunni. Um leið og Samfylkingin sér til lands í skoðanakönnunum mun hún losa sig við VG og reyna að fá Bjarna Ben til liðs við sig og til vara að stefna á kosningar.

Þannig liggur nú í þessu enda sjá þeir sem vilja að flokkurinn hennar Ólínu gerir hvað sem er bara ef hægt er að fá áfram ráðherrastóla….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur