Þriðjudagur 28.09.2010 - 18:43 - Rita ummæli

það fór eins og ég spáði. Löggjafarþingið pikkfast í klóm framkvæmdavaldsins setti alvarlega niður við atkvæðagreiðsluna yfir fjórmenningunum. Þeir sem héldu að ríkisstjórn búsáhaldanna myndi leiða okkur inn í nýtt Ísland hljóta að vera með böggum hildar.

Margir munu sjálfasagt telja það sigur að Geir verði ákærður fyrir landsdóm þó ég hafi mínar stóru efasemdir. Spunameistarar Samfylkingar settu saman áætlun til þess að hanna þesa niðurstöðu. Plottið gékk upp.

Mér segir svo hugur að hér sé um skammgóðann vermi að ræða hjá þessu flokki. Það er hreinlega leitun að fólki hvar í flokki sem það er sem ekki finnur óþefinn af vinnubrögðum Samfylkingar í málinu. Ekki mun líða á löngu áður en vopnin snúast í höndum flokksins.

Þegar Geir mun svara til saka fyrir landsdómi mun það kristallast enn frekar hversu fáránlegt er að hann einn sé í þeirri stöðu. Þar mun Geir mæta eins og honum ber og rækja skyldur sínar á meðan Samfylkingin forðaði sínum.

Ég er ekki frá því að það verði aðalmálið þegar frá líður. Af hverju bara Geir? Samfylkingin er flokkur sem kolféll á prófinu í dag. Samfylkigtin er ekki á móti því að réðharraábyrgð og landsdómur sé til staðar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur