Orðið á götunni segir Framsókn á leið í ríkisstjórn. það væri líklega það eina sem gæti lengt ömurlegt líf ríkisstjórnar sem hefur ekki náð neinum árangri og virðist ekki líkleg til afreka. Kannski væri það viðeigandi að Framsóknarflokkurinn sem kom þessu öllu á koppinn fái far með flokkunum tveimur sem mynda stjórnina síðasta spölinn fram að kosningum og taki út refsinguna sem fyrirséð er.
Ég er ekki viss um órólega deildin í VG muni sætta sig við afvopnun og áhrifaleysi eða afsal þess neitunarvalds sem þau hafa haft.
Rita ummæli