Fimmtudagur 14.10.2010 - 09:01 - Rita ummæli

Þær hafa snúið bökum saman græninginn Eva Joly og poppstjarnan Björk og lagst gegn raforkuframleiðslu og iðnaði á Íslandi. Þær tilheyra öðrum iðnaði sem við þekkjum í formi ýmissa samtaka sem hafa birst hér af og til áratagum saman og sagt okkur hvernig við eigum ekki að nýta auðlindir okkar.

„það er engin pressa á að auka framleiðslu á Íslandi“ Þetta les ég haft eftir stöllunum og leyfi mér að halda því fram að þetta sé umhverfisvænt o0g tandurhreint bull. það er víst pressa á að nýta auðlindir okkar. Og það er líka pressa á að styrkja og efla iðnað í hvaða formi sem er.

Björk segir að það sé nóg af alverum hér og trúir þvi um leið og hún heyrir sig segja það. Ég er nokkuð viss um það að ef gerð yrði skoðanakönnum myndu fólk halda að á Íslandi væru 20 álver. Mér er sagt að þau séu 3. Það þykir söngspírunni sem mér skilst að ali manninn erlendis að mestu nóg handa okkur hér. Af hverju er það nóg? Fyrir hvern er það nóg? Hvað eru aðrar þjóðir að hugsa í þessum efnum? Vita Norðmenn ekki að þeir eiga nóg af peningum og olíu og ættu í raun og veru að hætta að nýta auðlindir sínar…

það er ekki verið að tala um barnaníðinga þegar talað er um nýta orkuauðlindir eða að smíða verksmiðjur sem framleiða málm. Þeir sem tiheyra ofstækissiðnaðinum sem ekki vill gera neitt í þá veru að nýta auðlindir landsins nota sífellt gamallt afbrigði áróðursmeistaranna og tala um alltaf og allsstaðar.

Það á að nýta allt og það á að setja niður verksmiðjur út um allt. Þetta á allt að gerast á kostnað umhverfis og náttúru og helst án alls samráðs við nokkurn mann. Þetta vonda fólk sem vill gera þetta er glæpalýður frá útlöndum helst og það vill græða peninga. Enginn veit víst hvaða fólk þetta er og nú er nýjasta trikkið að tala um að hér sé i uppsiglingu nýtt bankaævintýri í orkugeiranum!

Fanatíkin er augljós og illa rökstudd en frasarnir eru á hreinu. Allt er vont sem úr þessari áttinni kemur. Þegar rök þrýtur eru búnir til glæpamenn sem fara um allan heiminn og vilja græða peninga. Það eru kannski bara atvinnugræningjar og söngkonur sem mega leyfa sér þann munað að vilja efnast á vinnu sinni?

það er pressa á að auka orkunýtingu á Íslandi. Sú pressa er ekki ný af nálinni en hún hefur aukist til muna nú þegar skóinn kreppir að. Innlegg þeirra sem ekki vilja gera neitt í þessum efnum er auðvitað bara ágætt og líklegt til þess að við gætum jafnvægis milli nýtingar og umhverfismála.

En það er enginn eftirspurn á mínu heimili efir ofstæksskoðunum eins og þeim sem Björk og Eva standa fyrir. Að sjálfsgöðu eigum við að skoða möguleika okkar á nýtingu umhverfisvænustu orku sem finnst. Og við eigum ekki að taka mark á fólki sem setur fortakslaust þá fyrirvara við slíkar hugmyndir sem þessar ágætu konur gera.

Við eigum að vanda okkur að sjálfsögðu en ekki ákveða fyrifram að allt sem tengist nýtingu orkuauðlinda sé af hinu vonda sé skipulagt af vondu fólki gjarnan frá útlöndum sem vill bara græða peninga. Ég veit að jarðvegurinn fyrir slíkt tal er frjór og hann yrkja þær stöllur ásamt felirum af mikilli snilld

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur